Falun Gong eða Falun Dafa (法輪大法, Fǎlún Dàfǎ) er andleg iðkun sem byggir á kerfi til hugleiðslu og andlegrar uppljómunar sem kynnt var opinberlega af Li Hongzhi árið 1992. Falun Gong kerfið inniheldur fimm íhugunaræfingar en leggur einnig áherslu á siðferði. Það siðferði grundvallast í ræktun dyggða í gegnum grunngildi iðkunarinnar: Sannleika, samkennd og umburðarlyndi (kínverska: 真, 善, 忍). Falun Gong er kennt við búddíska qigong-iðkun, þó að kenningar iðkunarinnar feli einnig í sér þætti fengna frá hefðum daóismans.

Merki Falun Gong.
Hópur fólks að iðka Falun Gong.
Mótmælaaðgerðir Falun Gong árið 2004 í New York.

Kenningar Falun Gong eru runnar upp úr búddisma, taóisma, siðakenningum Konfúsíusar og nýaldarhreyfingum. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar æfingar sem ætlaðar eru til þess að styrkja andlega þáttinn.

Falun Gong hefur verið í sviðsljósinu frá 20. júlí árið 1999 en þá bannaði kínverski kommúnistaflokkurinn hreyfinguna. Ekki er þekkt hve margir fylgjendur Falun Gong eru. Falun Gong hreyfingin telur að það séu 100 milljónir fylgjenda. Fyrstu árin sem Li Hongzhi kynnti Falun Gong var það með velþóknan kínverskra yfirvalda og var talið að iðkunin væri heilsusamleg. Li hefur frá árinu 1995 kennt utan Kína.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Falun Gong“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. nóvember 2007.
  • „Hvað er Falun Gong?“. Vísindavefurinn.
  • „Tillaga til þingsályktunar“. Sótt 21. maí 2012.

Tenglar

breyta
   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.