Panama
Panama (spænska: Panamá) er syðsta landið í Mið-Ameríku. Panama er mjótt land sem tengir saman Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Það á landamæri að Kosta Ríka í vestri og Kólumbíu í austri. Skipaskurður yfir Panamaeiðið, Panamaskurðurinn, hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu landsins.
Panamá | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Pro Mundi Beneficio (latína: Heiminum til hagsbóta) | |
Þjóðsöngur: Himno Istmeño | |
![]() | |
Höfuðborg | Panamaborg |
Opinbert tungumál | spænska (opinbert), enska og indjánamál |
Stjórnarfar | Forsetalýðveldi
|
forseti | Laurentino Cortizo |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
115. sæti 75.517 km² 2,9 |
Mannfjöldi - Samtals (2016) - Þéttleiki byggðar |
131. sæti 4.034.119 44/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2005 |
- Samtals | 22.706 millj. dala (107. sæti) |
- Á mann | 7.327 dalir (84. sæti) |
Gjaldmiðill | balbóa (PAB) |
Tímabelti | UTC-5 |
Þjóðarlén | .pa |
Landsnúmer | 507 |
StjórnarfarBreyta
Panama er stjórnskráarbundið lýðræði með framkvæmdarvald, stjórnað af forseta sem er kosinn til fimm ára í senn. Hann hefur löggjafar- og dómsyfirvald. Landinu er skipt í níu héruð og þrjú frumbyggjasvæði, sem kölluð eru cormacas.
SöguágripBreyta
Panama varð sjálfstætt ríki 3. nóvember 1903 en hafði áður verið undir stjórn Kólumbíu.
SamfélagBreyta
GlæpatíðniBreyta
Panama er talið nokkuð öruggt miðað við önnur lönd í Mið-Ameríku þegar kemur að glæpum en tíðni glæpa þar er talin hærri en í flestum öðrum löndum í Mið-Ameríku. Tíðni ofbeldisglæpa í Panama jókst mikið í kringum 2007 en lögreglan í Panama beitti sér gegn þeim og náði árangri. Í júní 2010 hafði morðtíðni lækkað og hélt því áfram því sem lengra gekk á árið. 2011 fór einnig að fækka glæpum tengdum byssum, líkt og vopnuðum ránum. Þrátt fyrir það hækkaði tíðni einfalds þjófnaðar og voru snjallsímar vinsælt skotmark. Þrjú héruð í Panama með stærstu borgunum höfðu hæstu tíðni glæpa: Panamaborg, Colon og Chiriqui.