Sýslumaður er embættismaður sem er stjórnvald í sýslu. Á Norðurlöndunum voru sýslur búnar til sem lögsagnarumdæmi á 12. öld og konungur skipaði sýslumenn yfir þær yfirleitt sem eins konar lén þar sem hann fékk hlut af innheimtu gjalda í sýslunni (sekta, tolla og skatta). Sýslumenn sáu um löggæslu og sátu í dómi og voru þannig fulltrúar bæði framkvæmdavalds og dómsvalds í héraði. Með lagabreytingum á 9. áratug 20. aldar var hlutverk sýslumanna endurskilgreint og nær nú einkum yfir löggæslu, innheimtu og útgáfu leyfa á landsbyggðinni.

Á Íslandi var komið á sýsluskipan eftir að Gamli sáttmáli var gerður við Noregskonung árið 1264.

Sýslur og sýslumenn eru ennþá til á Íslandi og í Færeyjum, en á hinum Norðurlöndunum urðu sýslurnar fljótlega formlega að lénum.

Embættið er að mörgu leyti skylt embætti skerfara (e. sheriff) eða embætti umdæmislögreglustjóra (e. county commissioner) sem eru þekkt í enskumælandi löndum.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta