Bosnía og Hersegóvína
Bosnía og Hersegóvína (serbó-króatíska: Bosna i Hercegovina/Босна и Херцеговина) er fjalllent land á vestanverðum Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Höfuðborg landsins heitir Sarajevó. Landið liggur að Króatíu í norðri og vestri og Serbíu í austri og Svartfjallalandi í suðri, auk þess liggur landið að Adríahafi á örstuttum kafla í suðvestri. Nafn landsins er samansett úr nöfnum héraðanna Bosníu og Hersegóvínu, sem mynda landið. Norðurhlutinn, Bosnía, býr við milt meginlandsloftslag með heitum sumrum og köldum vetrum. Mið- og austurhéruðin eru fjalllend. Hersegóvína í suðri býr við miðjarðarhafsloftslag og er fjalllent hérað.
Bosnía og Hersegóvína | |
Bosna i Hercegovina Босна и Херцеговина | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Državna himna Bosne i Hercegovine | |
Höfuðborg | Sarajevó |
Opinbert tungumál | bosníska, króatíska, serbneska |
Stjórnarfar | Sambandslýðveldi
|
Forseti | Denis Bećirović |
Forsætisráðherra | Borjana Krišto |
Sjálfstæði | |
• Banatið Bosnía | 1154 |
• Konungsríkið Bosnía | 1377 |
• Tyrkjaveldi | 1463 |
• Austurríki-Ungverjaland | 1878 |
• Júgóslavía | 1918 |
• Sjálfstæði | 5. apríl 1991 |
• Dayton-samningarnir | 14. desember 1995 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
125. sæti 51.209 km² 1,4 |
Mannfjöldi • Samtals (2022) • Þéttleiki byggðar |
135. sæti 3.531.159 69/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2024 |
• Samtals | 71,254 millj. dala (110. sæti) |
• Á mann | 20.623 dalir (81. sæti) |
VÞL (2022) | 0.779 (80. sæti) |
Gjaldmiðill | Skiptanlegt mark (BAM) |
Tímabelti | UTC+1 (+2 á sumrin) |
Þjóðarlén | .ba |
Landsnúmer | +387 |
Menn hafa búið á þessu svæði frá síðsteinöld en ummerki um fasta búsetu eru frá nýsteinöld, frá Butmir-menningunni, Kakanj-menningunni og Vučedol-menningunni. Eftir að Indóevrópumenn settust þar að urðu þar til ríki Illýra og Kelta. Landið á sér ríka og flókna sögu. Forfeður Suður-Slava sem nú búa þar fluttust þangað frá 6. öld til 9. aldar. Banatið Bosnía var stofnað á 12. öld og var orðið að konungsríkinu Bosníu á 14. öld. Tyrkjaveldi lagði þetta ríki undir sig um miðja 15. öld. Með yfirráðum Tyrkja kom íslam sem olli miklum trúarlegum, menningarlegum og samfélagslegum breytingum.
Seint á 19. öld lagði Austurrísk-ungverska keisaradæmið landið undir sig. Eftir hrun þess í fyrri heimsstyrjöld varð landið hluti af konungsríkinu Júgóslavíu. Eftir síðari heimsstyrjöld varð það eitt af lýðveldum sambandsríkisins Júgóslavíu. Eftir upplausn Júgóslavíu 1992 lýsti lýðveldið yfir sjálfstæði sem leiddi til Bosníustríðsins sem stóð til 1995 og lauk með undirritun Dayton-samninganna.
Í dag skiptist land Bosníu milli þriggja þjóðarbrota sem þar búa samkvæmt stjórnarskrá landsins. Stærsti hópurinn eru Bosníakar, þar á eftir koma Serbar og síðan Króatar. Allir íbúar landsins eru kallaðir Bosníumenn, óháð þjóðerni. Önnur þjóðarbrot sem búa í landinu eru meðal annars Albanar, Gyðingar, Rómafólk, Svartfellingar, Úkraínumenn og Tyrkir. Í landinu eru þrjú opinber tungumál: bosníska, króatíska og serbneska, sem öll eru slavnesk mál.
Þing Bosníu situr í tveimur deildum. Landið er með þrjá forseta, einn frá hverju þjóðarbroti. Miðstjórnarvaldið er mjög takmarkað þar sem stjórn landsins er dreifð. Í landinu eru tvö sjálfstjórnarhéruð, sambandslýðveldið Bosnía-Hersegóvína og lýðveldi Bosníu-Serba, og Brčko-umdæmi sem lýtur eigin stjórn. Sambandslýðveldið Bosnía-Hersegóvína skiptist í 10 kantónur.
Bosnía og Hersegóvína er þróunarland og er í 80. sæti á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða. Efnahagur landsins byggist aðallega á iðnaði og landbúnaði, en þar á eftir koma ferðaþjónusta og þjónustugeirinn. Ferðaþjónusta hefur vaxið síðustu ár.[1][2] Landið býr við velferðarþjónustu og niðurgreidda heilbrigðisþjónustu og grunnskólamenntun er gjaldfrjáls. Bosnía og Hersegóvína er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðinu, Samstarfi í þágu friðar og Fríverslunarsamtökum Mið-Evrópu. Landið er líka stofnaðili að Miðjarðarhafsbandalaginu.[3] Bosnía og Hersegóvína hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu og NATO.[4]
Saga
breytaBalkanskaginn og 20. öldin
breytaÞessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: gæti verið fremur hlutdræg frásögn |
Í byrjun 20. aldar þegar Austurríki-Ungverjaland innlimaði Bosníu, voru hrottalegir glæpir framkvæmdir á Serbum af Austurríkismönnum, Króötum og Bosníu-Múslimum, sem sáu Austurríkismenn sem sína bandamenn. Schutzkorps var áætlun Austurríkismanna til þjóðernishreinsa Serba úr Bosníu með aðstoð Króata og Bosníu-Múslima. Í síðari heimsstyrjöldinnii voru Bosníu-Múslímar og Króatar bandmenn Þjóðverja, sem höfðu einnig það markmið að þjóðernishreinsa Serba úr Bosníu og Króatíu. Margir Serbar frá Bosníu voru lentu í Jasenovac útrýmingarbúðum í Króatíu, stundum kallaðar Auschwitz Balkanskagans, en þar létust um það bil 600.000-700.000 Serbar og Roma fólk.
Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar Bosníu-Hersegóvinu árið 1992 frá Júgóslavíu var Bosníu-serbneskur brúðgumi myrtur í Sarajevo 1. mars árið 1992. Talið er að þessi atburður hafi komið af stað stríði í Bosníu-Hersegóvinu. Serbar vildu ekki tilheyra Bosníu-Hersegóvinu undir stjórn Bosníu-Múslima og Króata í kjölfar sögunnar og vildu fá að ráða yfir því svæði þar sem þeir voru í meirihluta eða sameinst Serbíu.
Til að koma í veg fyrir stríð, var Lisabon-samningurinn undirritaður 3. mars árið 1992 af leiðtogum Bosníu-Múslíma, Serba og Króata. Samþykkt var að Bosnía-Hersegóvína myndi vera Sambandssríki og að Serbar fengu yfirráðasvæði sem þeir óskuðu eftir, serbneska lýðveldið. Alija Izetbegovic, leiðtogi Bosníu-Múslíma dróg til baka undirskrift sína 28.mars árið 1992 eftir fund með bandaríska sendiherranum, Warren Zimmermanmn. Stuttu eftir braust út hrottaleg borgarastyrjöld á milli Serba, Króata og Bosníu-Múslíma. Bosníu-Múslímska ríkisstjórnin og bosníski herinn gaf sér tilkall til þess ráða yfir allri Bosníu og fengu aðstoð frá Mujahideen-múslímum, Króatar fengu aðtoð frá Króatíu og króatíska hernum og Serbar frá Serbíu og serbneska hernum.
Stríðið snérist um það að serbar vildu ekki búa í ríki undir forystu Bosníu-Múslíma sem þeir litu á sem óvini sína í ljósi sögunnar og einnig sem helstu bandamenn Tyrkja, en Serbar voru kúgaðir undir stjórn Ottoman-Tyrkja í rúm 500 ár.
Í stríðinu voru framdi hrottalegir stríðsglæpir, glæpir gegn mannkyni og þjóðarmorð eins og í Srebrenica þar sem að um það bil 8000 karlkyns hermenn voru myrtir af serbneska hernum. Lögfræðingar og fræðimenn hafa árum saman verið að deila um það hvort að atburðurinn í Srebrenica sé þjóðarmorð eða stríðsglæpur. Serbnesk þorp í Srebrenica og þorp í kringum Srebrenica höfðu verið brennd niður af bosníska hernum sama ár og þjóðernishreinsað Serba. Mikil átök voru meðal Króata og Bosníu-Múslíma í Mostar, þar sem Króatar sprengdu þekktu Ottoman-brúnna í borginni.
Í lok stríðsins höfðu yfir 100 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi. Ísland var eitt af þeim ríkjum sem tók við flóttamönnum frá Bosníu, aðallega Serbum og Bosníu-Múslímum.
21. nóvember 1995 hittust forsetar Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu og Serbíu í Dayton, í Ohio í Bandaríkjunum og skrifuðu undir friðarsamning, sem átti að stöðva bardagana í Bosníu og Hersegóvínu í þrjú ár. Lokasamningurinn var undirritaður í París 14. desember 1995. Samningurinn var kallaður Dayton-samningurinn og með honum tókst að binda enda á blóðbaðið í Bosníu og Hersegóvínu. Í stjórnarskrá landsins var því skipt í tvö ríkjasambönd, á milli Bosníumanna og Bosníu-Króata annars vegar, og yfirráðasvæði Bosníu-Serba hinsvegar, Serbneska lýðveldið. Samningurinn var mjög svipaður Lisabon-samningnum frá árinu 1992.
Í dag búa fleiri Bosníu-Múslimar í serbneska lýðveldinu í Bosníu heldur en Serbar í bosníska-sambandsríkinu. Bosníu-Múslímar líta hinsvegar á Sarajevo sem höfuðborg sína, enda er mikill meiri hluti íbúanna bosnískur á meðan að Serbar líta á Banja Luka sem höfuðborg sína. Króatar hafna yfirráðum Bosníu-Múslíma í bosníska sambandssríkinu og hafa undanfarið krafist þess að fá króatískt sérstjórnarhérað í Hersegóvinu líkt og serbar eru með, sem þeir kalla Herceg-Bosna og líta á Mostar sem höfuðborg sína.
Íbúar
breytaÞessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Tölfræði þjóðernishópa Bosníu-Hersegóvinu frá 1948-2013.
Þjóðernishópar | Talning 1948 | Talning 1953 |
Talning 1961breyta |
Talnin 1961 | Talning 1971 | Talning 1991 | Talning SÞ 1996 | Talning 2013 | Breytingar frá 1991-2013 | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjödi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | Fjöldi | % | |
Bosníu-Múslímar | 788,403 | 30.7 | 891,800 | 31.3 | 842,248 | 25.7 | 1,482,430 | 39.6 | 1,629,924 | 39.5 | 1,902,956 | 43.5 | 1,805,910 | 46.1 | 1,769,592 | 50.11 | -133,364 | +6.6pp |
Serbar | 1,136,116 | 44.3 | 1,264,372 | 44.4 | 1,406,057 | 42.9 | 1,393,148 | 37.2 | 1,320,644 | 32.0 | 1,366,104 | 31.2 | 1,484,530 | 37.9 | 1,086,733 | 30.78 | -279,371 | -0.43pp |
Króatar | 614,123 | 23.9 | 654,229 | 23.0 | 711,665 | 21.7 | 772,491 | 20.6 | 758,136 | 18.4 | 760,852 | 17.4 | 571,317 | 14.6 | 544,780 | 15.43 | -216,072 | -1.95pp |
Júgóslavar | 275,883 | 8.4 | 43,796 | 1.2 | 326,280 | 7.9 | 242,682 | 5.5 | 2,570 | 0.08 | ||||||||
Svartfellingar | 3,094 | 0.1 | 7,336 | 0.3 | 12,828 | 0.4 | 13,021 | 0.3 | 14,114 | 0.3 | 10,071 | 0.2 | 1,883 | 0.05 | ||||
Roma | 442 | 0.0 | 2,297 | 0.1 | 588 | 0.0 | 1,456 | 0.0 | 7,251 | 0.2 | 8,864 | 0.2 | 12,583 | 0.36 | ||||
Albanar | 3,642 | 0.1 | 3,764 | 0.1 | 4,396 | 0.1 | 4,925 | 0.1 | 2,569 | 0.08 | ||||||||
Aðrir | 23,099 | 0.9 | 27,756 | 1.0 | 28,679 | 0.8 | 36,005 | 1 | 63,263 | 1.5 | 80,579 | 1.9 | 58,196 | 1.5 | 110,449 | 3.1 | ||
Total | 2,565,277 | 2,847,790 | 3,277,948 | 3,746,111 | 4,124,008 | 4,376,403 | 3,919,953 | 3,531,159 |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Human Development Indices and Indicators: 2018 Statistical Update“ (PDF). UNDP. Afrit (PDF) af uppruna á 22. mars 2017. Sótt 16. september 2018.
- ↑ „International tourism, number of arrivals - Bosnia and Herzegovina“. World Bank. Sótt 14. nóvember 2020.
- ↑ „List of Member States of the Union for the Mediterranean - UfM“. Afrit af uppruna á 12. maí 2018. Sótt 5. maí 2018.
- ↑ „Membership Action Plan (MAP)“. nato.int. NATO. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. apríl 2015. Sótt 6. apríl 2015. „In April 2010, when the foreign ministers of NATO member countries met in Tallinn, after reviewing the progress that Bosnia and Herzegovina had made in its reform efforts, they invited the country to join the Membership Action Plan.“