Nanna Ólafsdóttir

Nanna Ólafsdóttir (28. janúar 191530. janúar 1992) var íslenskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður.

Ævi og störf

breyta

Nanna fæddist í Reykjavík og útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1934. Árið 1958 lauk hún Mag.art.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar fjallaði um Baldvin Einarsson og árið 1961 gaf hún út ævisögu hans, sem er lykilheimild um sögu þessa frumkvöðuls íslenskrar sjálfstæðishreyfingar. Á löngum fræðaferli ritaði Nanna fjölda greina og var ötul á sviði heimildaútgáfu. Nanna starfaði lengst á handritadeild Landsbókasafns Íslands.

Hún var virkur þátttakandi í starfi Sósíalistaflokksins og skrifaði mikið í Melkorku, tímarit kvenna sem fylgdu Sósíalistum að málum og ritstýrði því um tíma. Fjölluðu skrif hennar einkum um jafnréttismál kynjanna. Nanna átti sæti á framboðslista Sósíalista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík árið 1950. Þegar Sigfús Sigurhjartarson lést tveimur árum síðar varð hún bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins.

Heimildir

breyta
  • Páll Líndal og Torfi Jónsson: Reykavík. Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavík 1986.
  • Íslenskir sagnfræðingar: fyrra bindi. Reykjavík 2006.