15. febrúar
dagsetning
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
15. febrúar er 46. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 319 dagar (320 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1113 - Paskalis 2. páfi staðfesti stofnun Jóhannesarreglunnar.
- 1145 - Evgeníus 3. tók við af Lúsíusi 2. sem páfi.
- 1265 - Guido Fulcodi varð Klemens 4. páfi.
- 1637 - Ferdinand 3. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1645 - Enska borgarastyrjöldin: Enska þingið stofnaði atvinnuher, New Model Army, með 22.000 mönnum.
- 1662 - Ragnheiður Brynjólfsdóttir eignaðist son sinn og Daða Halldórssonar.
- 1763 - Sjö ára stríðinu lauk með friðarsamningum milli Prússa og Austurríkismanna.
- 1775 - Giovanni Angelo Braschi varð Píus 6. páfi.
- 1804 - Þrælahald var afnumið í New Jersey. Þá höfðu öll Norðurríkin bannað þrælahald.
- 1852 - Barnaspítalinn The Great Ormond Street Hospital var opnaður í London.
- 1902 - Neðanjarðarlestin í Berlín, U-Bahn, tók til starfa.
- 1917 - Kristín Ólafsdóttir var fyrsta konan sem lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands.
- 1923 - Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi.
- 1942 - Singapúr gafst upp fyrir Japönum.
- 1950 - Bandaríska teiknimyndin Öskubuska var frumsýnd.
- 1965 - Fáni Kanada, með rauðu hlynsblaði, var tekinn upp.
- 1971 - Bretar og Írar breyttu gjaldmiðlakerfum sínum úr tylftarkerfi í tugakerfi þannig að eitt pund jafngilti 100 pensum í stað 240 áður.
- 1972 - Ríkisstjórn Íslands ákvað að færa fiskveiðilögsögu Íslands að 50 mílum.
- 1976 - Stjórnarskrá Kúbu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1978 - Bandaríski raðmorðinginn Ted Bundy náðist í Flórída.
- 1978 - Leon Spinks varð nýr þungavigtarmeistari í hnefaleikum þegar hann sigraði Muhammad Ali í Las Vegas öllum að óvörum.
- 1982 - Olíuborpallurinn Ocean Ranger sökk við Nýfundnaland og allir 84 verkamennirnir á pallinum létust.
- 1984 - Stríð Írans og Íraks: Íransher hóf stórsókn til að ná aftur svæðum sem Írakar höfðu hernumið.
- 1985 - Bandaríska kvikmyndin Morgunverðarklúbburinn var frumsýnd.
- 1986 - Flugvélin Beechcraft Starship fór í jómfrúarferð sína.
- 1989 - Sovétríkin tilkynntu að allir hermenn þeirra hefðu yfirgefið Afganistan.
- 1990 - Siðmennt, samtök áhugafólks um borgaralegar athafnir, voru stofnuð í Reykjavík.
- 1992 - Fyrsta Fokker 50-flugvél Flugleiða hf, Ásdís, kom til landsins og lenti á Akureyri.
- 1995 - Kevin Mitnick var handtekinn af Bandarísku alríkislögreglunni sakaður um að hafa brotist inn í nokkrar af öruggustu tölvum Bandaríkjanna.
- 1996 - Tankskipið Sea Empress strandaði við suðurströnd Wales og 73.000 tonn af hráolíu láku út í sjó.
- 1996 - Scott-skýrslan um sölu vopnabúnaðar til Írans á 9. áratugnum kom út í Bretlandi.
- 2003 - Alþjóðleg mótmæli fóru fram gegn stríðinu í Írak. Meira en sex milljón manns tóku þátt um allan heim.
- 2005 - Kýótósáttmálinn var samþykktur.
- 2010 - 18 létust þegar tvær lestar skullu saman við Halle í Belgíu.
- 2010 - Líbía lokaði landamærum sínum fyrir íbúum Schengen-svæðisins.
- 2011 - Nokkrir létust í mótmælum gegn konungsfjölskyldunni í Barein.
- 2013 - Tsjeljabínsk-loftsteinninn splundraðist í 23 km hæð yfir jörðu.
- 2015 - 21 Kopti frá egypska bænum Al-Our við Minya voru hálshöggnir af liðsmönnum Íslamska ríkisins.
- 2016 - Bosnía og Hersegóvína sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu.
- 2018 - Cyril Ramaphosa var sjálfkjörinn forseti Suður-Afríku.
- 2022 – Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á mótmæli vörubílstjóra og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
Fædd
breyta- 1564 - Galileo Galilei, ítalskur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og eðlisfræðingur (d. 1642).
- 1710 - Loðvík 15. Frakkakonungur (d. 1774).
- 1748 - Jeremy Bentham, breskur heimspekingur (d. 1832).
- 1759 - Friedrich August Wolf, þýskur fornfræðingur (d. 1824).
- 1820 - Susan B. Anthony, bandarísk kvenréttindakona (d. 1906).
- 1856 - Emil Kraepelin, þýskur sálfræðingur (d. 1926).
- 1861 - Alfred North Whitehead, enskur stærðfræðingur (d. 1947).
- 1874 - Sir Ernest Shackleton, breskur pólfari (d. 1922).
- 1891 - Ingimar Jónsson, íslenskur kennari (d. 1982).
- 1906 - Shigemaru Takenokoshi, japanskur knattspyrnumaður (d. 1980).
- 1908 - Oddný Guðmundsdóttir, íslenskur farkennari og rithöfundur (d. 1985).
- 1920 - Bjarni Jónsson, íslenskur stærðfræðingur (d. 2016).
- 1920 - Anne-Cath.Vestly, norskur barnabókahöfundur (d. 2008).
- 1935 - Roger Chaffee, geimfari (d. 1967).
- 1939 - Ole Ellefsæter, norskur skíðagöngugarpur.
- 1944 - Alfreð Þorsteinsson íslenskur stjórnmálamaður og fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
- 1945 - John Helliwell, breskur tónlistarmaður (Supertramp).
- 1948 - Art Spiegelman, bandarískur teiknimyndahöfundur.
- 1948 - Tino Insana, bandarískur leikari.
- 1948 - Bergþóra Árnadóttir, íslensk tónlistarkona.
- 1954 - Matt Groening, bandarískur teiknimyndahöfundur (Simpsons-fjölskyldan).
- 1954 - Sólveig Halldórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1959 - Ali Campbell, breskur tónlistarmaður (UB40).
- 1960 - Mikey Craig, breskur tónlistarmaður (Culture Club).
- 1960 - Margeir Pétursson, íslenskur stórmeistari í skák.
- 1964 - Chris Farley, bandarískur grínisti (d. 1997).
- 1964 - Duran Çetin, tyrkneskur rithöfundur.
- 1974 - Omarosa Manigault, bandarísk leikkona.
- 1976 - Brandon Boyd, bandarískur tónlistarmaður (Incubus).
- 1984 - Dorota Rabczewska, pólsk söngkona.
Dáin
breyta- 1144 - Lúsíus 2. páfi.
- 1152 - Konráður III (HRR), keisari (f. 1093).
- 1637 - Ferdinand 2. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1578).
- 1731 - María de Jesús de León y Delgado, spænsk nunna (f. 1643).
- 1844 - Henry Addington, breskur stjórnmálamaður (f. 1757).
- 1855 - Jón Thorstensen, íslenskur læknir og alþingismaður (f. 1794).
- 1857 - Mikhail Glinka, rússneskt tónskáld (f. 1804)
- 1864 - Adam Wilhelm Moltke, fyrsti forsætisráðherra Danmerkur (f. 1785).
- 1892 - Theodor Wisén, sænskur textafræðingur (f. 1835).
- 1911 - Theodor Escherich, bæverskur barnalæknir og örverufræðingur (f. 1857).
- 1928 - H. H. Asquith, breskur stjórnmálamaður (f. 1852).
- 1952 - Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1880).
- 1959 - Gunnþórunn Halldórsdóttir, íslensk leikkona (f. 1872).
- 1965 - Nat King Cole, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (f. 1919).
- 1973 - Björgúlfur Ólafsson, íslenskur læknir, rithöfundur og þýðandi (f. 1882).
- 1981 - Jón Ingimarsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1913).
- 1988 - Richard Feynman, bandarískur eðlisfræðingur (f. 1918).
- 2004 - Hasse Ekman, sænskur leikari og leikstjóri (f. 1915).
- 2010 - Ármann Snævarr, prófessor og fyrrverandi háskólarektor (f. 1919).
- 2019 - Lee Radziwill, bandarísk yfirstéttarkona (f. 1933).