Nýnasismi

(Endurbeint frá Nýnasistar)

Nýnasismi er heiti á stefnu ýmissa hreyfinga sem komið hafa upp eftir lok Síðari heimsstyrjaldar og ganga út á að endurreisa hugmyndafræði nasismans. Slíkar hreyfingar hafa tekið upp stefnumál sem einkenndu þýska nasistaflokkinn eins og öfgaþjóðernishyggju, kynþáttahyggju, ableisma, hommahatur, útlendingahatur, sígaunahatur og gyðingahatur. Sumar hreyfingar hafa stofnun Fjórða ríkisins á stefnuskrá sinni. Einkenni á slíkum hreyfingum er notkun tákna sem vísa til Þýskalands nasismans, aðdáun á Adolf Hitler og helfararafneitun.

Nýnasistar úr National Socialist Movement í Bandaríkjunum við bandaríska þinghúsið.

Skipulagðar nýnasistahreyfingar eru til í mörgum löndum. Þær eiga líka með sér alþjóðlegt samstarf. Í sumum löndum Evrópu og Suður-Ameríku eru nasistahreyfingar og nasistaáróður bannaður með lögum. Tákn sem vísa til Þriðja ríkisins eru sömuleiðis bönnuð í mörgum Evrópulöndum.

Nýnasismi er ein birtingarmynd nýfasisma og síðfasisma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.