1973
ár
(Endurbeint frá Ágúst 1973)
Árið 1973 (MCMLXXIII í rómverskum tölum) var 73. ár 20. aldar og hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Atburðir
breytaJanúar
breyta- janúar - Hljómsveitin Kiss var stofnuð í New York-borg.
- 1. janúar - Danmörk, Írska lýðveldið og Bretland urðu aðilar að Evrópubandalaginu.
- 22. janúar - Flugvél frá Royal Jordanian fórst við Kano í Nígeríu. 176 manns létust í slysinu.
- 23. janúar - Eldgos braust út á Heimaey.
- 27. janúar - Beinni þátttöku Bandaríkjahers í Víetnamstríðinu lauk með friðarsamningum í París.
- 31. janúar - Bláfjallafólkvangur var stofnaður.
Febrúar
breyta- Watergate-nefndin var sett á stofn af Bandaríkjaþingi.
- 6. febrúar - Bygging CN-turnsins hófst í Torontó í Kanada.
- 11. febrúar - Fyrstu bandarísku stríðsfangarnir í Víetnam voru látnir lausir.
- 11. febrúar - Ellefu fórust þegar Sjöstjarnan KE 8 sökk undan Dyrhólaey.
- 11. febrúar - Kvikmyndin Brekkukotsannáll var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu.
- 21. febrúar - Ísraelsk herflugvél skaut niður líbíska farþegavél yfir Sínaískaga. 101 maður lést.
- 27. febrúar - American Indian Movement hertók Wounded Knee á Pine Ridge-verndarsvæðinu í Suður-Dakóta.
- 28. febrúar - Stangveiðifélagið Ármenn var stofnað.
Mars
breyta- 1. mars - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september gerðu árás á sendiráð Sádí-Arabíu og tóku þrjá vestræna diplómata af lífi.
- 8. mars - IRA stóð fyrir sprengjutilræðum í Whitehall og Old Bailey í London.
- 8. mars - Íbúar Norður-Írlands kusu að vera áfram hluti af Bretlandi. Írskir þjóðernissinnar hvöttu fólk til að sniðganga kosningarnar.
- 21. mars - Í Danmörku slitnaði upp úr kjarasamningum og 750.000 verkamenn hófu verkfall.
- 24. mars - Kjarvalsstaðir í Reykjavík voru vígðir.
- 24. mars - Hljómplata Pink Floyd, Dark Side of the Moon, kom út í Bretlandi.
- 29. mars - Síðasti bandaríski hermaðurinn fór frá Víetnam.
Apríl
breyta- 2. apríl - Stafrófsmorðin: Wanda Walkowicz hvarf í Rochester (New York).
- 2. apríl - LexisNexis opnaði fyrir tölvukeyrða leit í dómasafni.
- 3. apríl - Motorola sýndi í fyrsta sinn farsíma sem gat hringt í gegnum farsímakerfi.
- 4. apríl - World Trade Center var formlega opnað í New York-borg.
- 6. apríl - Pioneer 11-geimfarið var sent af stað.
- 7. apríl - Lúxemborg sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Tu te reconnaîtras sem Anne-Marie David söng.
- 17. apríl - GSG 9 var stofnuð í Þýskalandi til að takast á við hryðjuverk.
Maí
breyta- 1. maí - Um 1,6 milljón verkamanna í Bretlandi fóru í daglangt verkfall til að mótmæla verðbólguaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
- 1. maí - Íslenski dansflokkurinn var stofnaður.
- 3. maí - Byggingu Sears Tower lauk í Chicago.
- 8. maí - Átökum milli alríkislögreglunnar og American Indian Movement við Wounded Knee lauk með uppgjöf mótmælenda.
- 10. maí - Skæruliðasamtökin Polisario voru stofnuð í Vestur-Sahara.
- 14. maí - Fyrsta geimstöð Bandaríkjanna, Skylab, var sett í loftið.
- 17. maí - Íþróttafélagið Leiknir var stofnað í Efra Breiðholti í Reykjavík.
- 18. maí - Breski sjávarútvegsráðherrann Joseph Godber lýsti því yfir að herskip myndu gæta breskra fiskiskipa við veiðar innan 50 mílna landhelgi Íslands.
- 20. maí - Ísland bannaði lendingar breskra herþota á Keflavíkurflugvelli.
- 24. maí - Rúður voru brotnar í breska sendiráðinu í Reykjavík þegar hópur fólks mótmælti landhelgisdeilunni.
- 31. maí - Richard M. Nixon og Georges Pompidou funduðu á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Nixon-Pompidou mótmælin voru haldin af því tilefni.
Júní
breyta- Herskylda var afnumin í Bandaríkjunum.
- 1. júní - Gríska herforingjastjórnin lýsti yfir stofnun lýðveldis.
- 4. júní - Donald Wetzel, Tom Barnes og George Chastain fengu einkaleyfi fyrir nettengdum hraðbanka.
- 13. júní - Frjálsar fóstureyðingar eru heimilaðar í Danmörku.
- 20. júní - Ezeiza-blóðbaðið: Hægrisinnaðir perónistar skutu á vinstrisinnaða perónista sem fögnuðu heimkomu Juan Perón úr útlegð á Spáni.
- 24. júní - Leoníd Bresnjev varð fyrstur Sovétleiðtoga til að ávarpa bandarísku þjóðina í sjónvarpi.
Júlí
breyta- 1. júlí - Þjóðbókasafn Bretlands varð að sjálfstæðri stofnun en var áður deild í British Museum.
- 1. júlí - Bandaríska lyfjaeftirlitið var stofnað.
- 3. júlí - Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem síðar varð Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hófst í Helsinki í Finnlandi
- 10. júlí - Bahamaeyjar fengu fullt sjálfstæði innan Samveldis sjálfstæðra ríkja.
- 11. júlí - Farþegaþota frá Varig fórst við Orly í Frakklandi. 123 létust.
- 20. júlí - Íslensku flugfélögin Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust undir heitinu Flugleiðir.
- 20. júlí - Frakkar tóku aftur upp kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni á Mururóa þrátt fyrir mótmæli Ástralíu og Nýja Sjálands.
- 21. júlí - Lillehammeratvikið: Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu marokkóskan þjón í Lillehammer í Noregi. Þeir töldu hann vera Ali Hassan Salameh úr hryðjuverkasamtökunum Svarta september.
- 31. júlí - Flugvél frá Delta Airlines fórst í lendingu í Boston með þeim afleiðingum að 89 létust.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Samband Karíbahafsríkja (CARICOM) var stofnað.
- 5. ágúst - Þrír létust og yfir 50 særðust þegar skæruliðasamtökin Svarti september hófu skothríð á flugvellinum í Aþenu.
- 8. ágúst - Andlát Dean Corll leiddi til þess að fjöldamorðin í Houston uppgötvuðust.
- 15. ágúst - Bandaríkjaher hætti sprengjuárásum á Kambódíu. Þar með lauk tólf ára stríðsrekstri Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu.
- 23. ágúst - Bankaránið á Norrmalmstorgi átti sér stað í Stokkhólmi.
September
breyta- 5. september - Notkun bókstafsins z var hætt í íslensku.
- 8. september - Siglingakeppnin Whitbread Round the World Race var sett í fyrsta skipti í Portsmouth í Bretlandi.
- 11. september - Herinn í Chile undir stjórn Augusto Pinochet rændi völdum með stuðningi Bandaríkjamanna. Forsetinn, Salvador Allende, framdi sjálfsmorð.
- 15. september - Karl 16. Gústaf varð konungur Svíþjóðar, við andlát afa síns, Gústafs 6. Adolfs.
- 18. september - Vestur-Þýskaland, Austur-Þýskaland og Bahamaeyjar urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 22. september - Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta skipti.
- 24. september - Gínea-Bissá lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Portúgal.
- 27. september - Sovétmenn sendu Sojús 12 á loft, fyrsta mannaða geimfarið frá Sojús 11-slysinu 1971.
Október
breyta- 6. október - Jom kippúr-stríðið hófst milli Ísraels, Sýrlands og Egyptalands.
- 10. október - Spiro T. Agnew sagði af sér embætti varaforseta Bandaríkjanna.
- 12. október - Jóhann Hafstein dró sig í hlé sem formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaðurinn, Geir Hallgrímsson, tók þá við.
- 16. október - Samtök olíuframleiðenda, OPEC, settu viðskiptabann á Ísrael og bandamenn þeirra. Þar með hófst olíukreppan 1973.
- 20. október - Óperuhúsið í Sydney var opnað.
- 25. október - Siglingasamband Íslands var stofnað af siglingafélögum í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi.
- 26. október - Stríðinu milli Ísraels, Sýrlands og Egyptalands lauk með vopnahléi.
Nóvember
breyta- 3. nóvember - Marineráætlunin: NASA sendi ómannaða könnunarfarið Mariner 10 til Merkúrs.
- 7. nóvember - Ályktunin um beitingu hervalds varð að lögum í Bandaríkjunum og takmarkaði heimildir forsetans til að hefja stríð án samþykkis þingsins.
- 16. nóvember - NASA sendi mannaða geimfarið Skylab 4 af stað.
- 16. nóvember - Richard Nixon heimilaði lagningu Alaskaolíuleiðslunnar.
- 17. nóvember - Uppreisn gegn herforingjastjórninni í Grikklandi hófst í Tækniskólanum í Aþenu.
- 22. nóvember - Vegna olíukreppunnar ákvað stjórnin í Noregi að loka öllum bensínstöðvum um helgar.
- 26. nóvember- Stafrófsmorðin: Michelle Maenza hvarf í Rochester (New York).
- nóvember - Hljómsveitin AC/DC var stofnuð.
Desember
breyta- 1. desember - Papúa Nýja-Gínea fékk heimastjórn.
- 1. desember - Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður á Íslandi af Bjarna Guðnasyni, fyrrum þingmanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.
- 4. desember - Í þingkosningum í Danmörku guldu gömlu flokkarnir afhroð og tveir nýir flokkar, Miðjudemókratar og Danski framfaraflokkurinn, fengu þingmenn kjörna.
- 5. desember - Vegna olíukreppunnar ákvað stjórnin í Noregi að banna alla bílaumferð um helgar.
- 15. desember - Bandarísku geðlæknasamtökin tóku samkynhneigð út af lista yfir geðraskanir.
- 28. desember - Lög um tegundir í útrýmingarhættu voru samþykkt í Bandaríkjunum.
Ódagsettir atburðir
breyta- Þýski hagfræðingurinn Ernst Friedrich Schumacher gaf út bókina Small is Beautiful.
- Bókin Bróðir minn Ljónshjarta kom út eftir Astrid Lindgren.
Fædd
breyta- 6. janúar - Þórunn Lárusdóttir, íslensk leikkona.
- 9. janúar - Sean Paul, jamaíkískur reggítónlistarmaður.
- 12. janúar - Hande Yener, tyrknesk söngkona.
- 23. janúar - Youddiph, rússnesk söngkona.
- 26. janúar - Sólveig Arnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 4. febrúar - Oscar De La Hoya, bandarískur hnefaleikakappi.
- 11. febrúar - Varg Vikernes, norskur tónlistarmaður.
- 21. febrúar - Heri Joensen, færeyskur gítarleikari.
- 26. febrúar - Ole Gunnar Solskjær, norskur knattspyrnuþjálfari.
- 28. febrúar - Örn Úlfar Sævarsson, íslenskur spurningahöfundur.
- 3. mars - Ólafur Darri Ólafsson, íslenskur leikari.
- 10. mars - Eva Herzigová, tékknesk fyrirsæta.
- 15. mars - Robin Hunicke, bandarískur tölvuleikjahönnuður.
- 26. mars - Larry Page, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 30. mars - Auður Jónsdóttir, rithöfundur.
- 31. mars - Þrúður Vilhjálmsdóttir, íslensk leikkona.
- 28. apríl - Pauleta, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 29. apríl - Rúnar Freyr Gíslason, íslenskur leikari.
- 30. apríl - Naomi Novik, bandarískur rithöfundur.
- 8. maí - Höskuldur Þórhallsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 9. maí - Sigurður Kári Kristjánsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 11. maí - Jóhann Hjörleifsson, íslenskur trommuleikari.
- 17. maí - Sasha Alexander, bandarísk leikkona.
- 24. maí - Ruslana Lyzhichko, úkraínsk söngkona.
- 1. júní - Heidi Klum, þýsk fyrirsæta.
- 1. júní - Sigurður Líndal, íslenskur leikari.
- 4. júní - Róbert I. Douglas, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 14. júní - Steingrímur Jóhannesson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2012).
- 15. júní - Neil Patrick Harris, bandarískur leikari.
- 16. júní - Eddie Cibrian, bandarískur leikari.
- 25. júní - Guðmundur Ingi Þorvaldsson, íslenskur leikari.
- 29. júní - Embla Ýr Bárudóttir, íslenskur myndasöguhöfundur.
- 3. júlí - Ólafur Indriði Stefánsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 14. júlí - Andri Snær Magnason, íslenskur rithöfundur.
- 14. júlí - Kouta Hirano, japanskur teiknimyndahöfundur.
- 15. júlí - John Dolmayan, líbanskur trommuleikari.
- 18. júlí - Kristín Rós Hákonardóttir, íslensk afrekskona í sundi.
- 20. júlí - Hákon krónprins Noregs.
- 22. júlí - Rufus Wainwright, kanadískur söngvari.
- 22. júlí - Herbert Sveinbjörnsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 23. júlí - Monica Lewinsky, bandarísk kaupsýslukona.
- 26. júlí - Sævar Helgason, íslenskur gítarleikari.
- 5. ágúst - Björn Ingi Hrafnsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 9. ágúst - Filippo Inzaghi, ítalskur knattspyrnumaður.
- 11. ágúst - Frank Caeti, bandarískur leikari.
- 13. ágúst - Einar Ágúst Víðisson, íslenskur söngvari.
- 13. ágúst - Agnar Jón Egilsson, íslenskur leikari.
- 19. ágúst - Andrea Ferro, ítalskur söngvari.
- 21. ágúst - Sergey Brin, bandarískur tölvunarfræðingur.
- 24. ágúst - Carmine Giovinazzo, bandarískur leikari.
- 7. september - Elma Lísa Gunnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 14. september - Nas (Nasir Jones), bandarískur tónlistarmaður og rappari.
- 2. október - Ólafur Teitur Guðnason, íslenskur blaðamaður.
- 14. október - Davíð Stefánsson, íslenskt skáld.
- 26. október - Seth MacFarlane, bandarískur teiknimyndahöfundur.
- 1. desember - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari.
- 4. desember - Tyra Banks, bandarísk fyrirsæta.
- 12. desember - Dagur Kári, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 15. desember - Gísli Örn Garðarsson, íslenskur leikari.
- 22. desember - Traci Dinwiddie, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 6. janúar - Einar Vigfússon, íslenskur sellóleikari (f. 1888).
- 22. janúar - Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti (f. 1908).
- 8. febrúar - Steinþór Guðmundsson, íslenskur kennari og stjórnmálamaður (f. 1890).
- 15. febrúar - Björgúlfur Ólafsson, íslenskur læknir (f. 1882).
- 3. mars - Freymóður Jóhannsson, íslenskur myndlistarmaður og dægurlagahöfundur (f. 1895).
- 12. mars - Einar Sveinsson, íslenskur arkitekt (f. 1906).
- 29. mars - Adolfo Zumelzú, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 8. apríl - Pablo Picasso, spænskur myndlistarmaður (f. 1881).
- 8. apríl - E.R. Dodds, breskur fornfræðingur (f. 1893).
- 28. apríl - Robert Buron, franskur stjórnmálamaður (f. 1910).
- 12. maí - Frances Marion, bandarísk blaðakona og handritshöfundur.
- 23. maí - Jón Þórðarson, íslenskur knattspyrnuþjálfari (f. 1915).
- 7. júlí - Veronica Lake, bandarísk leikkona (f. 1922).
- 7. ágúst - José Villalonga, spænskur knattspyrnuþjálfari (f. 1919).
- 31. ágúst - John Ford, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1894).
- 2. september - J. R. R. Tolkien, breskur prófessor og rithöfundur (f. 1892).
- 11. september - Salvador Allende, forseti Chile (f. 1908).
- 11. september - E. E. Evans-Pritchard, breskur mannfræðingur (f. 1902).
- 15. september - Gústaf 6. Adolf Svíakonungur (f. 1882).
- 23. september - Pablo Neruda, chileskt skáld (f. 1904).
- 29. september - W. H. Auden, breskt skáld (f. 1907).
- 10. október - Ludwig von Mises, austurrískur hagfræðingur (f. 1881).
- 1. desember - David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels (f. 1886).
- Eðlisfræði - Leo Esaki, Ivar Giaever, Brian David Josephson
- Efnafræði - Ernst Otto Fischer, Geoffrey Wilkinson
- Læknisfræði - Karl von Frisch, Konrad Lorenz, Nikolaas Tinbergen
- Bókmenntir - Patrick White
- Friðarverðlaun - Henry Kissinger, Le Duc Tho
- Hagfræði - Wassily Leontief
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1973.