Sjöstjarnan KE 8 var 100 tonna eikarbátur frá Keflavík sem fórst að því er talið er rétt fyrir utan suðurströnd Íslands þann 11. febrúar árið 1973. Með bátnum fórust 10 manns og þar af voru 5 Íslendingar. Báturinn hafði verið að koma úr viðgerð í Færeyjum og þegar hann var staddur um 100 sjómílur aust-suðaustur af Dyrhólaey, tilkynnti skipstjóri bátsins, Engilbert Kolbeinsson, að leki væri komin að bátnum. Afar vont veður var á svæðinu og skip voru tafarlaust send á svæðið til hjálpar. Síðustu skilaboð frá Engilbert voru að allir úr áhöfninni væru komnir um borð í gúmmíbáta og hann væri einn eftir í skipinu og einungis tímaspursmál hvenær báturinn sykki. Ein umfangsmesta leit Íslandssögunnar á sjó fór fram næstu 10 daga en hvorki fannst tangur né tetur af bátnum fyrr en á síðasta degi leitar að leifar af gúmmíbjörgunarbáti fundust og var lík eins skipverjans bundið þar við.

Forsíða Morgunblaðsins 23. febrúar 1973.

Áhöfn Sjöstjörnunnar KE 8

breyta
  • Engilbert Kolbeinsson, skipstjóri (34 ára).
  • Gréta Þórarinsdóttir, matsveinn (27 ára).
  • Þór Kjartansson, stýrimaður (26 ára).
  • Guðmundur J. Magnússon, fyrsti vélstjóri (41 árs).
  • Alexander Gjöveraa, háseti (38 ára).
  • John Fritz, 2. vélstjóri (47 ára).
  • Arnfinn Jóensen, háseti (17 ára).
  • Niels Jul Haraldsen, háseti (46 ára).
  • Hans Marius Ness, háseti (16 ára).
  • Holberg Bernhardsen, háseti (28 ára).

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.