Aþena

Höfuðborg Grikklands

Aþena (gríska Αθήνα (umritun Aþena, borið fram Aþína); Alþjóðlega hljóðstafrófið /a'θina/) er höfuðborg Grikklands og búa tæpar 4 milljónir manna í henni, ; 700.000 Í Aþenu sjálfri en á stórborgarsvæðinu eru 3,7 milljónir (2017). Hafnarborg hennar er Píreus.

Aþena
Αθήνα (gríska)
Aþena
Aþena
Opinbert innsigli Aþenu
Aþena er staðsett í Grikklandi
Aþena
Aþena
Hnit: 37°59′03″N 23°43′41″A / 37.98417°N 23.72806°A / 37.98417; 23.72806
Land Grikkland
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriHaris Doukas (PASOK)
Flatarmál
 • Borg38,96 km2
Hæsti punktur
338 m
Lægsti punktur
70,1 m
Mannfjöldi
 (2021)
 • Borg643.452
 • Stórborgarsvæði
3.638.281
TímabeltiUTC+2
 • SumartímiUTC+3
Póstnúmer
10x xx, 11x xx, 120 xx
Vefsíðacityofathens.gr/en
Akrópólis í Aþenu

Ólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 2004 en voru fyrst haldnir þar þann 5. apríl 1896 í borginni Ólympíu á Grikklandi. Voru það fyrstu nútíma Ólympíuleikarnir eftir að þeir vorum afnumdir 393 e. Kr. vegna tengsla við heiðna trú.

Orðsifjar borgarinnar eru ekki ljósar. Í Grikklandi hinu forna skeggræddu menn um hvort gyðja borgarinnar hefði gefið nafn sitt borginni eða hvort gyðja borgarinnar dregið nafn af borginni. Nú er talið að gyðjan dragi nafn sitt af borginni. Helst er talið að heiti borgarinnar sé komið frá óindóevrópskum frumbyggjum svæðisins og merking óþekkt.

Í borgríkinu Aþenu fæddist fyrsta lýðræðisskipulag Evrópu. Aþena var langfjölmennasta borgríki Forn-Grikkja og náði yfir allan Attíkuskagann, um 2.300 ferkílómetra, eða svæði sem myndi þykja hæfilegt sem sýsla á Íslandi. Á 5. öld voru borgarar og fjölskyldur þeirra um 150.000 manns, þar af voru 40.000 fullorðnir karlmenn sem nutu stjórnmálalegra réttinda sem borgarar.

 
Agora

Þrælar voru um 100.000 útlendingar, eða metoikar, um 30.000. Borgin lá vel við verslun og siglingum um Eyjahaf og til Litlu-Asíu. Aþeningar réðu einnig yfir auðugum silfurnámum þar sem um 30.000 þrælar unnu í einu.

 
Akrópólis í Aþenu.

Hæðin Akrópólis var háborg Aþenu. Þar voru goðunum reist hof og þar voru fjárhirslur borgarinnar, enda var auðvelt að verja hæðina fyrir innrásum. Neðan við háborgina myndaðist aðaltorgið, Agora. Þar voru allar helstu stjórnarstofnanir borgríkisins og þar var jafnframt markaður og samkomustaður karlmanna. Konur komu aðeins þangað til að sækja vatn í almenningsbrunna borgarinnar.

Um 600 f. Kr. lá við borgarastyrjöld í Aþenu milli auðugra landeigenda og alþýðu, einkum bænda. Til að koma í veg fyrir upplausn var Sólon nokkur, kaupmaður og heimspekingur, fenginn til að leysa vandann. Hann var í raun fyrsti týranninn. Hann byrjaði á að afskrifa skuldir bænda og skipti mönnum í fjórar stéttir.

Um 500 f. Kr. gerði annar aþenskur leiðtogi, Kleisþenes, breytingar á lögum þar sem grundvallaratriði aþensks lýðræðis birtast. Allir frjálsir karlmenn í Aþenu fengu borgararétt og þar með sömu lagaréttindi. Til varnar borgríkinu komu Aþeningar sér upp stærsta og voldugasta flota Miðjarðarhafsins.

Gullöld Aþenu

breyta

Á 5. öld f. Kr. rísa listir og menning Grikkja hæst. Þetta á sérstaklega við um Aþenuborg sem varð á þessum tíma miðpunktur hins gríska menningarheims. Þess vegna er 5. öldin kölluð Gullöld Aþenu.

Þegar lýðræði Aþenu hafði náð þroska áttu allir borgarar rétt á að mæta á Þjóðfund (ekklesía). Þar var tekið á mikilvægum málum, eins og matartöflum fyrir borgríkið, vörn þess og fegrun borgarinnar, kosið með hlutkesti í þjóðarráð 500 borgara, í þjóðardómstólana og herstjórar kosnir.

Períkles, sem var gríðarlega áhrifamikill stjórnmálamaður, ræðumaður og herforingi Aþenu á klassíska tímanum, hélt fræga tölu þar sem hann hrósaði Aþeningum. Borgin var voldug, úr öllum áttum streymdu vörur, og mýmargar hátíðir og leikar auðguðu líf manna.

 
Sjónarhorn á Aþenu.

Heimildaskrá

breyta
  • Fornir tímar. (2007). Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur 4.000.000 f. Kr til 1800 e Kr . Sótt þann 17.04.18
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.