Ályktunin um beitingu hervalds

Ályktunin um beitingu hervalds (enska: The War Powers Resolution), sem er frá árinu 1973, var unnin í samvinnu beggja deilda bandaríska þingsins. Ályktunin takmarkar heimildir forsetans til að senda vopnaðar hersveitir til átaka erlendis á þann hátt að annars vegar sé nauðsynlegt að þingið samþykki aðgerðirnar og hins vegar að Bandaríkin hafi orðið fyrir árás. Með ályktuninni er þess krafist forsetinn ráðfæri sig við þingið innan 48 klukkustunda frá því að hervaldi hefur verið beitt og jafnframt að herlið sé ekki lengur en 60 daga í hersetu, þar með taldir 30 dagar sem ætlaðir eru til flutninga, án heimilda til beitingu hervalds eða yfirlýsingar um stríð.

SagaBreyta

Samkvæmt bandarísku stjórnarskránni er hervaldið klofið. Þingið hefur vald til þess að lýsa yfir stríði, kalla til vopnað herlið og styðja það ásamt því að hafa umsjón með fjárveitingum vegna hernaðar og búa til lög sem nauðsynleg eru til að hægt sé að framfylgja þeim verkefnum sem liggja fyrir. Forsetinn er Æðsti yfirmaður hers Bandaríkjanna, sem gefur honum vald til þess að hrekja á brott þá sem ráðast á Bandaríkin og setur hann í það ábyrgðarhlutverk að leiða vopnaðar hersveitir. Eins og gildir með allar aðgerðir þingsins, þá hefur forsetinn neitunarvald þegar kemur að því að skrifa undir lög og samþykkja aðgerðir eins og stríðsyfirlýsingar. Þegar stríðin í Kóreu og Víetnam dundu á rann það upp fyrir Bandaríkjastjórn að Bandaríkin væru hlutaðeigandi í eldfimum átökum án þess að nokkurn tíman hafði verið lýst yfir stríði og varð þinginu mjög umhugað um þverrandi þingræði. Ályktunin um beitingu hervalds var samþykkt bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni en Richard Nixon, þáverandi forseti beitti neitunarvaldi gegn henni. Þingið kaus hinsvegar gegn neituninni með tveimur þriðja meirihluta í hvorri deild fyrir sig og ályktunin var sett í lög 7.nóvember árið 1973. Síðan þá hafa forsetar Bandaríkjanna lagt fram 118 greinargerðar til þingsins enda þótt aðeins ein þeirra (Mayagüez atvikið) hafi greint frá því að vopnað herlið hafi verið kvatt til átaka eða væri í yfirvofandi hættu.[1]

Spurningar er varða stjórnlagalegt réttmætiBreyta

Ætíð síðan ályktunin um beitingu hervalds var sett í lög hefur hún verið mjög umdeild.[2] Þegar þingið samþykkti ályktunina var vísað í ákvæði í fyrstu grein stjórnarskrárinnar [3] þar sem segir að þingið hafi allt nauðsynlegt vald til að búa til lög [3]. Það vald nær ekki einungis yfir starfsemi þingsins sjálfs heldur líka allar stofnanir og embætti innan Bandaríkjastjórnar sem sækja vald sitt til stjórnarskrárinnar. Þar sem ályktunin takmarkar vald forsetans til að beita hervaldi þá er deilt um það hvort ákvæði í henni samræmist stjórnarskránni.

Philip Bobbitt[4], bandarískur lögfræðingur og rithöfundur, hélt því fram að hugmyndin um að lýsa yfir stríði sé sú sama og að hefja stríð sé í raun hugmynd sprottin fram og mótuð í samtímanum. Hans trú var sú að samkvæmt landsfeðrum bandaríkjanna ætti yfirlýsing á stríði við um hin algeru stríð en ekki þau stríð sem eru háð á afmörkuðu hernaðarlega mikilvægu landsvæði. Samkvæmt Bobbit var ekkert til sem hægt væri að kalla algera þrískiptingu valdsins, heldur væri í stjórnskiplaginu ákveðin innbyrðis tenging þar sem vald þingsins yfir hervaldinu væri í takt við nauðsyn hverju sinni á meðan hlutverk forsetans er að gefa fyrirmæli.

Aðrir lýsa yfir áhyggjum sínum yfir skiptingu valdsins og hvernig ályktunin um beitingu hervalds myndar rof á milli þessara tveggja valdhafa með því að breyta valdajafnvæginu milli löggjafar- og framkvæmdavaldsins. Ágreiningurinn er um hvort kröfur ályktunarinnar um að forsetinn þurfi að leita samþykkis þingsins vegna aðgerða og skila inn greinargerðum því tengdu breyti því valdajafnvægi sem stjórnarskráin kveður á um.

Þá er átt við það vald sem þinginu er falið algjört vald þegar kemur að því að lýsa yfir stríði og hafa umsjón með fjárveitingum til hernaðaraðgerða á meðan framkvæmdavaldið sem er áskapað vald sem æðsti yfirmáður alls herafla Bandaríkjanna[5]. Í stjórnarskránni segir að þingið hafi heimild til að láta í té og viðhalda skipaflota en engin skilyrði eru sett um viðhald á landher. Hins vegar eru ákvæði um að þingið stofni og styðji landher ef aðstæður knýðu á um nauðsyn þess.

Í stjórnarskránni segir að þingið hafi heimild til að láta í té og viðhalda skipaflota en engin skilyrði eru sett um viðhald á landher. Hins vegar eru ákvæði um að þingið stofni og styðji landher ef aðstæður knýðu á um nauðsyn þess. Í nútímanum þar sem her er til staðar og forsetanum er sett það vald í hendur að hafa yfirumsjón með heraflanum, þá gefur það til kynna getu hans til að manna og stjórna herafla og uppfylla þannig skyldur sínar gagnvart þegnum landsins ásamt því að verja stjórnarskránna[6].

HeimildirBreyta

  1. http://www.fas.org/sgp/crs/natsec/RL33532.pdf
  2. United States Congress (November 7, 1973). „War Powers Act of 1973 (Public Law 93-148)“. The Center for Regulatory Effectiveness. Sótt 26. oktober 2010.
  3. United States Congress (September 18, 2001). „Public Law 107-40: Joint Resolution: To authorize the use of United States Armed Forces against those responsible for the recent attacks launched against the United States (S.J. Res. 23)“ (text). United States Government Printing Office. Sótt 26. oktober 2010.
  4. Grimmett, Richard Z. (February 14, 2006). „CRS Report for Congress: War Powers Resolution: Presidential Compliance“ (PDF). Federation of American Scientists. Sótt 26. oktober 2010.
  5. United States Congress (November 7, 1973). „War Powers Act of 1973 (Public Law 93-148)“. The Center for Regulatory Effectiveness. Sótt 26. oktober 2010.
  6. United States Congress (September 18, 2001). „Public Law 107-40: Joint Resolution: To authorize the use of United States Armed Forces against those responsible for the recent attacks launched against the United States (S.J. Res. 23)“ (text). United States Government Printing Office.Sótt 26. oktober 2010.