Þungunarrof

læknisfræðilegt inngrip í meðgöngu til að fjarlægja fóstur eða fósturvísi
(Endurbeint frá Frjáls fóstureyðing)

Þungunarrof eða fóstureyðing er læknisfræðilegt inngrip í meðgöngu þar sem fósturvísir eða fóstur er fjarlægt á meðan það er enn of ungt til að geta lifað af utan móðurkviðs. Ýmist er gripið inn í með lyfjum eða með aðgerð.

Sovésk veggmynd sem hvetur konur til að láta framkvæma fóstureyðingu á spítala en ekki í heimahúsum.

Þungunarrof sem fram fer á sjúkrahúsum eða læknastofum eru mjög áhættulítið,[1][2] þó því fylgi oft blæðing úr leggöngum og ógleði. Þungunarrof er um 13 sinnum öruggari en barnsfæðing.[3][4]

56 milljón þungunarrof eru framkvæmd á ári í heiminum,[5] nærri því helmingur þeirra er gerður af fólki sem skortir sérkunnáttu eða fylgir ekki hreinlætiskröfum.[6]

Þungunarrof með lyfjum

breyta

Ákveðin lyf geta kallað fram þungunarrof. Fyrstu mánuði meðgöngunnar er algengast að nota mifepristone ásamt prostaglandín-eftirhermu.

Neyðargetnaðarvörn

breyta

Neyðargetnaðarvörnin flokkast ekki sem þungunarrof heldur kemur hún í veg fyrir getnað. Hún hindrar egglos, en hefur ekki áhrif eftir að blöðrukímið er búið að festa sig í leginu. Neyðargetnaðarvörnin dregur úr líkum á þungun og virkar best þegar hún er tekin fljótt eftir samfarir. Virknin er þó ekki fullkomin, vörnin er aðeins 60%–93% sem er mun minni en sem fæst af þeim getnaðarvörnum sem notaðar eru í forvarnarskyni.[7]

Þungunarrof með aðgerð

breyta

Fyrstu mánuði meðgöngunnar er hægt að fjarlægja fóstrið með aðgerð þar sem fóstrið er sogað út með þartilgerðum pinnarörum.[8] Eftir þriðja mánuðinn þarf að nota aðrar aðferðir sem krefjast svæfingar þar sem þá þarf að víkka leggöngin út mun meira, eða þá með því að gera líkt og í keisaraskurði og skera á kviðinn, þó með mun smærri skurði.[9]

Fósturlát

breyta

Stundum deyr fóstur af sjálfu sér. Ef það gerist fyrir 24. viku meðgöngu kallast það fósturlát, eftir það er það kallað að barn fæðist andvana.[10] Ef barn fæðist fyrir 37. viku meðgöngu er barnið kallað fyrirburi.[11]

Aðeins 30%–50% af fóstrum lifa af fyrstu þrjá mánuði meðgöngu, í flestum tilfellum veit þungaða manneskjan ekki af því að hún sé þunguð.[12] Eftir að þungun hefur verið staðfest enda þó 15%–30% með fósturláti,[13] langflest á fyrstu þremur mánuðum meðgöngunnar.[14]

Algengasta orsök fósturláts eru óeðlilegar litningabreytingar í fóstrinu.[15] Fósturlát getur líka komið fram vegna æðakerfissjúkdóma, sykursýki og annarra hormónasjúkdóma, sýkinga, og brenglana í legi móðurinnar.[16] Auknar líkur eru á fósturláti eftir því sem móðirin er eldri og ef hún hefur fyrri sögu um fósturlát.[17] Fósturlát getur líka komið til vegna áverka, t.d. í bílslysum.[18]

Þungunarrof á Íslandi

breyta
 
Lagaleg staða fóstureyðinga á heimsvísu. Þungunarrof á Íslandi er bundið svipuðum lagalegum skilyrðum og í löndum eins og Bretlandi, Finnlandi, Indlandi, Japan, Sambíu en er ekki framkvæmt svo til án skilyrða að ósk móður líkt og í flestum öðrum Evrópulöndum

Á Íslandi er löglegt að rjúfa þungum fram að lokum 22. viku þungunar. Eftir lok 22. viku er mögulegt að rjúfa þungun sé lífi þunguðu manneskjunar stefnt í hættu af meðgöngunni eða þá að fóstrið sé ekki lífvænlegt.

Þessi lög voru víkkuð árið 2019 en fram að því var þungunarrof aðeins leyft vegna sérstakra aðstæðna: Félagslegar, læknisfræðilegar, eða að þungun hafi borið að með refsiverðu athæfi. Hugtakið „félagslegar ástæður“ var nokkuð vítt og var mjög fátítt að beiðni um þungunarrof væri synjað.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Grimes, DA; Benson, J; Singh, S; Romero, M; Ganatra, B; Okonofua, FE; Shah, IH (2006). „Unsafe abortion: The preventable pandemic“ (PDF). The Lancet. 368 (9550): 1908–19. doi:10.1016/S0140-6736(06)69481-6. PMID 17126724. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. júní 2011.
  2. Raymond, EG; Grossman, D; Weaver, MA; Toti, S; Winikoff, B (nóvember 2014). „Mortality of induced abortion, other outpatient surgical procedures and common activities in the United States“. Contraception. 90 (5): 476–79. doi:10.1016/j.contraception.2014.07.012. PMID 25152259.
  3. Raymond, E.G.; Grimes, D.A. (2012). „The Comparative Safety of Legal Induced Abortion and Childbirth in the United States“. Obstetrics & Gynecology. 119 (2, Part 1): 215–19. doi:10.1097/AOG.0b013e31823fe923. PMID 22270271.
  4. Grimes DA (janúar 2006). „Estimation of pregnancy-related mortality risk by pregnancy outcome, United States, 1991 to 1999“. American Journal of Obstetrics & Gynecology. 194 (1): 92–94. doi:10.1016/j.ajog.2005.06.070. PMID 16389015.
  5. Sedgh, Gilda; Bearak, Jonathan; Singh, Susheela; Bankole, Akinrinola; Popinchalk, Anna; Ganatra, Bela; Rossier, Clémentine; Gerdts, Caitlin; Tunçalp, Özge; Johnson, Brooke Ronald; Johnston, Heidi Bart; Alkema, Leontine (maí 2016). „Abortion incidence between 1990 and 2014: global, regional, and subregional levels and trends“. The Lancet. 388: 258–67. doi:10.1016/S0140-6736(16)30380-4. PMC 5498988. PMID 27179755.
  6. „Worldwide, an estimated 25 million unsafe abortions occur each year“. World Health Organization. 28. september 2017. Sótt 29. september 2017.
  7. Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörnum í apótekum. Margrét Lilja Heiðarsdóttir, Anna Birna Almarsdóttir, og Reynir Tómas Geirsson. Læknablaðið, 2009.
  8. Healthwise (2004). „Manual and vacuum aspiration for abortion“. WebMD. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. febrúar 2007. Sótt 5. desember 2008.
  9. McGee, Glenn; Jon F. Mer]. Abortion. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2009. Sótt 5. desember 2008.
  10. Churchill Livingstone medical dictionary. Edinburgh New York: Churchill Livingstone Elsevier. 2008. ISBN 978-0443104121. „The preferred term for unintentional loss of the product of conception prior to 24 weeks' gestation is miscarriage.“
  11. Annas, George J.; Elias, Sherman (2007). „51. Legal and Ethical Issues in Obstetric Practice“. Í Gabbe, Steven G.; Niebyl, Jennifer R.; Simpson, Joe Leigh (ritstjórar). Obstetrics: Normal and Problem Pregnancies (5. útgáfa). Churchill Livingstone. bls. 669. ISBN 978-0443069307. „A preterm birth is defined as one that occurs before the completion of 37 menstrual weeks of gestation, regardless of birth weight.“
  12. Annas, George J.; Elias, Sherman (2007). „24. Pregnancy loss“. Í Gabbe, Steven G.; Niebyl, Jennifer R.; Simpson, Joe Leigh (ritstjórar). Obstetrics: Normal and Problem Pregnancies (5. útgáfa). Churchill Livingstone. ISBN 978-0443069307.
  13. Stovall, Thomas G. (2002). „17. Early Pregnancy Loss and Ectopic Pregnancy“. Í Berek, Jonathan S. (ritstjóri). Novak's Gynecology (13. útgáfa). Lippincott Williams & Wilkins. ISBN 978-0781732628.
  14. Cunningham, F. Gary; Leveno, Kenneth J.; Bloom, Steven L.; Spong, Catherine Y.; Dashe, Jodi S.; Hoffman, Barbara L.; Casey, Brian M.; Sheffield, Jeanne S., ritstjórar (2014). Williams Obstetrics (24th. útgáfa). McGraw Hill Education. ISBN 978-0071798938.
  15. Schorge, John O.; Schaffer, Joseph I.; Halvorson, Lisa M.; Hoffman, Barbara L.; Bradshaw, Karen D.; Cunningham, F. Gary, ritstjórar (2008). „6. First-Trimester Abortion“. Williams Gynecology (1. útgáfa). McGraw-Hill Medical. ISBN 978-0071472579.
  16. Stöppler, Melissa Conrad. Shiel, William C., Jr. (ritstjóri). „Miscarriage (Spontaneous Abortion)“. MedicineNet.com. WebMD. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. ágúst 2004. Sótt 7. apríl 2009.
  17. Jauniaux E, Kaminopetros P, El-Rafaey H (1999). „Early pregnancy loss“. Í Whittle MJ, Rodeck CH (ritstjórar). Fetal medicine: basic science and clinical practice. Edinburgh: Churchill Livingstone. bls. 837. ISBN 978-0443053573. OCLC 42792567.
  18. „Fetal Homicide Laws“. National Conference of State Legislatures. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. september 2012. Sótt 7. apríl 2009.