Ludwig von Mises
Ludwig von Mises (29. september 1881-10. október 1973) var austurrískur hagfræðingur (sem síðar gerðist bandarískur ríkisborgari), sem kunnastur er fyrir ádeilu sína á sósíalisma.
Ævi
breytaMises fæddist í Lemberg í keisaradæmi austurrísku Habsborgaranna (nú Lviv í Úkraínu), en ólst upp í Vínarborg. Hann nam hagfræði og lögfræði í Vínarháskóla, þar sem hann var lærisveinn Eugens von Böhm-Bawerks, sem var kunnur hagfræðingur og um skeið fjármálaráðherra Austurríkis. Þótt Mises fengi ekki fasta kennarastöðu í háskóla að loknu doktorsprófi 1906 skrifaði hann næstu áratugi fjölda fræðirita, aðallega um peningamál og hagsveiflur, og hélt reglulega málstofu sem efnilegustu hagfræðinemar Austurríkis sóttu, þar á meðal Friedrich A. von Hayek. Mises var eindreginn, jafnvel einstrengingslegur frjálshyggjumaður. Hann leiddi rök að því í bókinni Sameignarskipulaginu (þ. Die Gemeinwirtschaft) 1922, að víðtækur áætlunarbúskapur eins og sósíalistar þeirra tíma hugsuðu sér fengi ekki staðist, þar sem þeir, sem semdu áætlunina, gætu aldrei aflað fullnægjandi upplýsinga um aðstæður úti í atvinnulífinu. Sú bók hafði mikil áhrif á Hayek og aðra unga hagfræðinga, þar á meðal Lionel Robbins í Bretlandi, Bertil Ohlin í Svíþjóð og Wilhelm Röpke í Þýskalandi. Mises var ákafur andstæðingur þjóðernisjafnaðarstefnu (nasisma) og fluttist til Sviss 1934, þar sem hann varð prófessor í rannsóknarstofnun um alþjóðaviðskipti. Eftir sigurgöngu nasismans í Evrópu vorið 1940 sá hann þann kost vænstan að flýja til Bandaríkjanna, þar sem hann fékkst við ýmis störf, uns hann gerðist hagfræðiprófessor við New York University 1945. Þar hélt hann reglulega málstofu eins og forðum í Vínarborg og hafði nokkur áhrif, þó að kenningar austurrísku hagfræðinganna um eðli atvinnulífsins nytu þá almennt ekki hylli og þættu sérviskulegar. Hann var einn af stofnendum Mont Pèlerin Samtakanna árið 1947. Hann lést í New York. Hann var kvæntur Margit von Mises og er stjúpdóttir hans Gitta Serény kunnur blaðamaður og rithöfundur.
Á íslensku hafa komið út eftir Mises Hugleiðingar um hagmál (1991) í þýðingu Jónmundar Guðmarssonar.
Tilvitnanir
breyta- „It was not the first time in French history that the nationalists put their anti-Semitism above their French patriotism. In the Dreyfus Affair they fought vigorously in order to let a treacherous officer quietly evade punishment while an innocent Jew languished in prison.” (Omnipotent Government, bls. 190.)
- „The Nazis have an ally in every town or village where there is a man eager to get rid of a Jewish competitor. The secret weapon of Hitler is the anti-Jewish inclinations of many millions of shopkeepers and grocers, of doctors and lawyers, professors and writers.“ (Omnipotent Government, bls. 192.)
- „What characterizes capitalism is not the bad taste of the crowds, but the fact that these crowds, made prosperous by capitalism, became consumers of literature of course, of trashy literature. The book market is flooded by a downpour of trivial fiction for the semibarbarians. But this does not prevent great authors from creating imperishable works.“ (The Anti-Capitalistic Mentality, bls. 79.)
- „It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history. But though its policy has brought salvation for the moment, it is not of the kind which could promise continued success. Fascism was an emergency makeshift. To view it as something more would be a fatal error.“ (Liberalism, bls. 51.)