Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir eru sýningarhús í eigu Listasafns Reykjavíkur og standa á Miklatúni í Reykjavík. Þeir eru kenndir við myndlistarmanninn Jóhannes Kjarval. Fyrsta skóflustunga að þeim var tekin árið 1966 og húsið var formlega tekið í notkun 24. mars 1973, tæpu ári eftir lát Kjarvals. Þar er geymd og sýnd umdeild listaverkagjöf Kjarvals til borgarinnar sem afkomendur hans hafa dregið í efa að hafi verið gefin með réttu.

Kjarvalsstaðir

TenglarBreyta

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.