1907
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1907 (MCMVII í rómverskum tölum)
AtburðirBreyta
- 23. janúar - Jón forseti, fyrsti togari smíðaður fyrir Íslendinga, kom til landsins.
- 27. janúar - Kvenréttindafélag Íslands stofnað.
- 28. janúar - Sláturfélag Suðurlands, SS, var stofnað.
- 17. júní - Stúdentafélagið gekkst fyrir því að víða var flaggað íslenskum fána, bláum með hvítum krossi. Þessum fána var flaggað víða um land og voru 65 fánar við hún í Reykjavík.
- 2. júlí - Tveir Þjóðverjar fórust í Öskjuvatni þar sem þeir voru við rannsóknir. Minningartafla um þetta slys var sett upp 1951.
- 29. júlí - Friðrik 8. Danakonungur kom í heimsókn til Íslands og stóð hún til 15. ágúst. Konungur ferðaðist víða um landið.
- 2.-4. ágúst - Ungmennafélag Íslands stofnað
- 6. ágúst - Lárus Rist fimleikakennari vann það einstæða afrek að synda alklæddur og í sjóklæðum yfir Eyjafjarðarál.
- 16. nóvember - Stytta af Jónasi Hallgrímssyni eftir Einar Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð við Amtmannsstíg í Reykjavík í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu skáldsins. Styttan var sú fyrsta sem upp var sett í Reykjavík eftir annan Íslending en Thorvaldsen. Hún var síðar flutt í Hljómskálagarðinn.
- 22. nóvember - Í Reykjavík fengu giftar konur kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórnar og nýttu sér það nokkrum mánuðum síðar.
- 22. nóvember - Vegalög voru staðfest og kváðu þau á um að vinstri umferð væri í gildi á Íslandi. Var sú ákvörðun tekin með tilliti til kvenna, sem riðu í söðli, en þær höfðu báða fætur á vinstri hlið hestsins og hentaði vinstri umferð því betur. Hægri umferð gekk í gildi 26. maí 1968.
- 10. desember - Fyrsta bílferð norðanlands er vörubíl var ekið frá Akureyri að Grund í Eyjafirði.
- Bretar stofnuðu nýlenduna Nýasaland þar sem nú er Malaví.
- Moskan í Djenné var endurbyggð.
- Franski vísindamaðurinn Georges Urbain uppgötvaði frumefnið Lútetín.
- Ný fræðslulög voru sett á Alþingi, byggð á frumvarpi Guðmundar Finnbogasonar heimspekings. Þau kváðu meðal annars á um stofnun kennaraskóla. Einnig var ákveðið að sú regla skyldi gilda að skyldunám væri nemendum að kostnaðarlausu og ríkið greiddi kennslu og sæi um skólahúsnæði. [1]
- Sjálfstæðisflokkurinn eldri var stofnaður.
- Verzlunarskóli Íslands flutti úr Melsteðshúsi við Lækjartorg í nýtt húsnæði við Hafnarstræti.
- Elsta ungmennafélag landsins í dreifbýli, Ungmennafélagið Máni í Nesjum stofnað.
- Brot úr satýrleiknum Satýrarnir eftir Sófókles uppgötvaðist í Egyptalandi.
- Höfuðborg Rúanda, Kígalí, var stofnuð.
- Skátahreyfingin var stofnuð af Robert Baden-Powell.
- Kleppsspítali var opnaður.
- Pablo Picasso málaði Les Demoiselles d'Avignon sem markar upphaf kúbismans.
- Mönnuð veðurathugunarstöð var sett upp á Grímsstöðum á Mýrum.
FæddBreyta
- 21. febrúar - W. H. Auden, breskt skáld (d. 1973).
- 19. maí - Sigurður H. Pétursson, íslenskur gerlafræðingur (d. 1994)
- 22. maí - Hergé, belgískur myndasöguhöfundur (d. 1983).
- 26. maí - John Wayne, bandarískur kvikmyndaleikari (d. 1979).
- 27. maí - Rachel Carson, bandarískur dýrafræðingur (d. 1964).
- 6. júlí - Frida Kahlo, mexíkósk listakona (d. 1954).
- 27. júlí - Gregory Vlastos, tyrkneskur heimspekingur (d. 1991).
- 14. september - Solomon Asch, bandarískur sálfræðingur (d. 1996).
- 14. nóvember - Astrid Lindgren, sænskur rithöfundur (d. 2002).
- 10. desember - Lucien Laurent, franskur knattspyrnumaður (d. 2005).
DáinBreyta
- 2. febrúar - Dmitri Mendelejev, rússneskur efnafræðingur (f. 1824).
- 16. febrúar - Giosuè Carducci, ítalskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1835).
- 5. mars - Friedrich Blass, þýskur fornfræðingur (f. 1843).
- 2. ágúst - Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, íslenskur rithöfundur (f. 1826).
- 4. september - Edvard Grieg, norskt tónskáld (f. 1843).
- 6. september - Sully Prudhomme, franskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1839).
- 29. nóvember - Árni Thorsteinson, landfógeti og alþingismaður (f. 1828)
- 17. desember - William Thomson, breskur stærð- og eðlisfræðingur (f. 1824).