Lyndon B. Johnson

36. forseti Bandaríkjanna

Lyndon Baines Johnson (27. ágúst 190822. janúar 1973) oft nefndur LBJ, var 36. forseti Bandaríkjanna 1963 - 1969. Hann varð 37. varaforseti Bandaríkjanna eftir að hafa lengi verið þingmaður og tók við sem forseti eftir að Kennedy forseti var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember 1963. Hann var leiðtogi demókrata og sem forseti beitti hann sér fyrir málum eins og mannréttindalöggjöf, heilsuvernd fyrir aldraða og fátæka, aðstoð til menntunar, og „stríði gegn fátækt“. Á sama tíma jók hann stríðsreksturinn í Víetnam og fjölgaði bandarískum hermönnum þar úr 16 þúsund árið 1963 í 550 þúsund snemma árs 1968 en af þeim dóu um það bil eitt þúsund í hverjum mánuði.

Lyndon B. Johnson
Lbj2.jpg
Lyndon B. Johnson þann 9. janúar 1969.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
22. nóvember 1963 – 20. janúar 1969
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1961 – 22. nóvember 1963
Öldungadeildarþingmaður fyrir Texas
Í embætti
3. janúar 1949 – 3. janúar 1961
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 10. kjördæmi Texas
Í embætti
10. apríl 1937 – 3. janúar 1949
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. ágúst 1908
Stonewall, Texas, Bandaríkjunum
Látinn22. janúar 1973 (64 ára) Stonewall, Texas, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiLady Bird Taylor (g. 1934)
Börn2
HáskóliRíkisháskólinn í Texas
Georgetown-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Johnson var kjörinn með miklum meirihluta atkvæða kjörmanna árið 1964 og tók við sem kjörinn forseti í janúar 1965. Hann bauð sig fram til síðara kjörtímabils árið 1968, en hætti við framboð vegna óeiningar í eigin flokki og sneri sér að friðarumleitunum. Hans er minnst fyrir sterkan persónuleika og föst tök á valdamiklum stjórnmálamönnum. Erfitt er að meta langtímaáhrif hans þar sem Víetnamstríðið og óvinsældir þess vógu mjög upp á móti þeim árangri sem hann náði á sviði mannréttinda innanlands.

TenglarBreyta


Fyrirrennari:
John F. Kennedy
Forseti Bandaríkjanna
(1963 – 1969)
Eftirmaður:
Richard Nixon
Fyrirrennari:
Richard Nixon
Varaforseti Bandaríkjanna
(1961 – 1963)
Eftirmaður:
Hubert Humphrey


   Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.