Ólafur Indriði Stefánsson

íslenskur handknattleiksmaður og þjálfari

Ólafur Indriði Stefánsson (fæddur 3. júlí 1973 í Reykjavík) er fyrrum íslenskur handknattleiksmaður og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Hann er uppalinn í Val og hefur spilað með stórliðum á borð við Gummersbach, AG Kaupmannahöfn og Ciudad Real.

Ólafur Stefánsson

Ferill

breyta
 
Ólafur Stefánsson 20. febrúar 2008

Í Val byrjaði Ólafur sem hornamaður en færði sig síðar yfir í stöðu hægri skyttu. Ólafur varð mjög sigursæll með liði Vals í upphafi tíunda áratugarins sem byrjaði í raun leiktímabilið 1992-'93 er meistaraflokkur Vals varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari auk þess sem Ólafur var kosinn efnilegasti leikmaður mótsins. Valur fylgdi eftir góðu gengi sínu árið eftir með því að verja Íslandsmeistaratitilinn sem og leiktímabilið 1994- '95.

Í kjölfar góðrar frammistöðu Ólafs og viðurkenninga, meðal annars kjöri sem besti sóknarmaður Íslandsmótsins 1993-'94 var Ólafur valinn til að leika með íslenska landsliðinu á HM ´95 sem var þá haldið á Íslandi.

Á HM '97 í Japan var Ólafur aftur valinn í landsliðið ásamt leikmönnum eins og Geir Sveinssyni, Júlíusi Jónassyni og Valdimari Grímssyni þar sem það spilaði undir stjórn Þorbjörns Jenssonar, fyrrum þjálfara Ólafs hjá Val, og Boris Bjarna Akbachev.

Ólafur fór frá Val í atvinnumennskuna til HC Wuppertal í þýsku úrvalsdeildinni þaðan sem leiðin lá til SC Magdeburg.

Ólafur tók þátt í að kveðja fyrrum íþróttahús Valsmanna, Hlíðarenda, er hann spilaði með úrvalsliði Þorbjörns Jenssonar sem var saman sett af fyrrum leikmönnum Vals gegn núverandi liði Vals.

Í ágúst 2008 lék Ólafur með íslenska landsliðinu á handknattleiksmóti karla á Ólympíuleikunum í Peking í Kína og vann til silfurverðlauna.

Ólafur vann síðan sín önnur verðlaun með íslenska landsliðinu á stórmóti þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Hann hætti með íslenska landsliðinu 18. október 2012.[1]

Afrek með félagsliðum

breyta
  • Íslandsmeistari 1992-1993, 1993-1994, 1994-1995.
  • Meistari í Þýsku Úrvalsdeildinni 2001-2002.
  • Meistari í Spænsku Úrvalsdeildinni 2003-2004.
  • Meistari í dönsku Úrvalsdeildinni 2011-2012
  • Bikarmeistari með Ciudad Real 2003-2004, 2004-2005, 2005-2006, 2006-2007.
  • Meistari í Meistaradeild Evrópu 2001-2002, 2005-2006.

Afrek með landsliðum

breyta

Árangur liðs

breyta

Einstaklingsafrek Ólafs

breyta
  • Á HM 2001 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga með 32 mörk.
  • Á EM 2002 var Ólafur markahæsti leikmaður mótsins með 58 mörk.
  • Á HM 2003 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
  • Á EM 2004 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
  • Á ÓL 2004 var Ólafur markahæsti leikmaður Íslendinga.
  • Á HM 2005 var Ólafur markahæstur Íslendinga og bar fyrirliðabandið sem hann tók við af Degi Sigurðssyni.
  • Á ÓL 2008 átti Ólafur flestar stoðsendingar mótsins eða 38 alls.

Verðlaun og viðurkenningar

breyta
  • Íþróttamaður ársins 2002, 2003, 2008 og 2009.
  • Markahæsti leikmaðurinn á Evrópumeistaramótinu 2002.
  • Markahæsti leikmaðurinn í sögu Magdeburg.
  • Markahæsti leikmaðurinn hjá Ciudad Real 2003-2004.
  • Valinn í Úrvalslið Evrópumeistaramótsins 2002.
  • Valinn í Úrvalslið Ólympíuleikanna 2004.
  • Valinn í Úrvalslið Ólympíuleikanna 2008.

Tilvísanir

breyta
  1. Ólafur hættur með landsliðinu Morgunblaðið