Patrick White (28. maí 191230. september 1990) var ástralskur rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1973.

Ævi og störf

breyta

Patrick White ólst upp í Sydney og átti við heilsubrest að stríða frá unga aldri. Hann var sendur til náms í Bretlandi þar sem listamannsdraumar hans fóru að láta á sér kræla. Næstu árin flakkaði White milli Englands, Bandaríkjanna og Egyptalands, uns hann festi aftur rætur í Ástralíu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Riders in the Chariot frá árinu 1961 varð metsölubók og vann til fjölda verðlauna. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1973, fyrstur og enn sem komið er einn Ástrala til að hljóta þá nafnbót.