Sasha Alexander
Sasha Alexander (fædd Suzana S. Drobnjaković, 17. maí 1973) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í NCIS, Dawson's Creek og Rizzoli & Isles.
Sasha Alexander | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Suzana S. Drobnjaković 17. maí 1973 |
Ár virk | 1997 - |
Helstu hlutverk | |
Gretchen Witter í Dawson's Greek Dr. Maura Isles í Rizzoli & Isles Caitlin „Kate“ Todd í NCIS |
Einkalíf
breytaAlexander fæddist í Los Angeles, Kaliforníu í Bandaríkjunum og er af serbneskum og ítölskum uppruna. Sasha talar bæði serbnesku og ítölsku mjög vel. Sasha Alexander er sviðsnafn hennar en raunverulegt nafn hennar er Suzana (Sasha var gælunafn hennar í æsku) og Alexander er nafn bróður hennar. Alexander giftist kvikmyndaleikstjóranum Edoardo Ponti í janúar 2006 og saman eiga þau tvö börn. Ponti er sonur kvikmyndaframleiðandans Carlo Ponti og leikkonunnar Sophiu Loren. Sasha stundaði nám við Suður-Kaliforníuháskólann. Alexander fékk áhuga á leiklist í grunnskóla þar sem hún kom fram í leikritum sem hún hélt áfram í menntaskóla og háskóla. Fluttist hún til New York til þess að leika í leikhúsum og Shakespeare hátíðum.
Ferill
breytaFyrsta hlutverk hennar var í stuttmyndinni Visceral Matter frá 1997. Fékk hlutverk í sjónvarpsþættinum Wasteland sem Jesse Presser. Lék systur Katie Holmes í Dawson's Greek. Var árið 2003 boðið hlutverk í NCIS sem leyniþjónustukonan Caitlin „Kate“ Todd sem hún lék til ársins 2005. Alexander leikur í dag réttarlæknirinn Maura Isles í sjónvarpsþættinum Rizzoli & Isles sem er gerður eftir metsölubókum Tess Gerritsen. Hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: All Over the Guy, Yes Man og Mission: Impossible III.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Visceral Matter | Karen Chambers | |
1997 | Battle of the Sexes | ónefnt hlutverk | |
1999 | Twin Falls Idaho | Ungrú Ameríka | |
2001 | All Over the Guy | Jackie Samantha Gold | |
2005 | Lucky 13 | Susie | |
2006 | Mission: Impossible III | Melissa | |
2008 | The Last Lullaby | Sarah | |
2008 | Yes Man | Lucy | |
2009 | Tenure | Margaret | |
2009 | He´s Just Not That Into You | Catherine | |
2009 | Love Happens | Jessica | |
2010 | Coming & Going | Alex Michaels | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | Wasteland | Jesse Presser | 13 þættir |
2001 | Ball & Chain | Chloe Jones | Sjónvarpsmynd |
2000-2001 | Dawson´s Creek | Gretchen Witter | 20 þættir |
2001 | CSI: Crime Scene Investigation | Saksóknarinn Robin Childs | Þáttur: Alter Boys |
1976 | Laverne & Shirley | Victor, jeppakaupandi | Þáttur: Dating Slump |
2002 | Friends | Viðtalandi | Þáttur: The One with Joye´s Interview |
2002 | Greg the Bunny | Laura Carlson | Þáttur: Surprise |
2002 | Presidio Med | Dr. Jackie Collette | 4 þættir |
2003 | Expert Witness | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2006 | E-Ring | Allyson Merrill | Þáttur: War Crimes |
2006 | The Nine | Juliana | Þáttur: Outsiders |
2009 | The Karenskys | Emily Atwood | Sjónvarpsmynd |
2009 | Dark Blue | DEA fulltrúinn Julia Harris | Þáttur: A Shot in the Dark |
2010 | House | Nora | Þáttur: The Down Low |
2010-til dags | Rizzoli & Isles | Dr. Maura Isles | 10 þættir |
2003-2011 | NCIS | Caitlin „Kate“ Todd | 49 |
Verðlaun og tilnefningar
breytaSan Diego kvikmyndahátíðin
- 2008: Verðlaun sem Besta leikkona í kvikmynd fyrir The Last Lullaby.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Sasha Alexander“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. apríl 2011.
- Sasha Alexander á IMDb