Seth Woodbury MacFarlane (fæddur 26. október 1973) er bandarískur leikari, grínisti, raddleikari, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur sem hlotið hefur fjögur Emmy-verðlaun. Hann er þekktastur fyrir að hafa skapað sjónvarpsþættina Family Guy og American Dad!. Auk þess hefur hann gert sjónvarpsþættina The Cleveland Show, The Orville og Seth MacFarlane's Cavalcade of Cartoon Comedy. Hann hefur einnig leikið í og leikstýrt þremur kvikmyndum; Ted, Ted 2 og A Million Ways to Die in the West. Hann ljáir meðal annars eftirfarandi persónum úr verkum sínum rödd sína: Peter Griffin, Brian Griffin, Stewie Griffin, Tom Tucker, Glenn Quagmire, Stan Smith, og geimverunni Roger.

Seth MacFarlane
MacFarlane, 2011
MacFarlane, 2011
Upplýsingar
Fæddur26. október 1973 (1973-10-26) (51 árs)
  Þetta æviágrip sem tengist sjónvarpi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.