Björgúlfur Ólafsson

Björgúlfur Aðalsteinn Ólafsson (1. mars 1882 – 15. febrúar 1973) var íslenskur læknir, rithöfundur og þýðandi. Hann starfaði lengi sem læknir í nýlenduher Hollendinga og bjó við heimkomuna á Bessastöðum í tólf ár.

Vorið 1903 fór Björgúlfur til Vestmannaeyja til að kenna knattspyrnu og stofnaði Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (KV) sem tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu 9 árum síðar árið 1912. Það skipti síðar um nafn og heitir ÍBV í dag.

Björgúlfur var herlæknir í nýlenduher Hollendinga í Austur-Indíu 1913 – 1917. Hann kynnti sér hitabeltissjúkdóma á hermannasjúkrahúsi í Tjimahi á Jövu 1913 – 1914, var herdeildarlæknir á Borneó 1914 – 1917. Þá var hann læknir í Singapore 1917 – 1926 en fluttist eftir það til Íslands.

RitstörfBreyta

Björgúlfur frumsamdi sex bækur og kom sú fyrsta, Frá Malaja-löndum, út 1936. Þegar hún kom út var Björgúlfur kominn á sextugsaldur. Síðan koma bækurnar Sígræn sólarlönd, tvær bækur í bókaflokknum: Lönd og lýðir. Þær eru Indíalönd og Ástralía og Suðurhafseyjar. Seinasta frumsamda bókin hans kom út árið 1966, endurminningar frá ýmsum tímum æviskeiðsins og bar titilinn: Æskufjör og ferðagaman.

Björgúlfur þýddi einnig bækur. Þar á meðal: Þú hefur sigrað, Galilei, eftir Dmítríj Merezhkovskíj og Leonardo da Vinci, eftir sama höfund. Einnig þýddi hannn: Rembrandt eftir Hollendinginn Theun de Vries og einnig Kamelíufrúna eftir Alexandre Dumas yngri og Maríukirkjuna í París eftir Victor Hugo.

TenglarBreyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.