The Ocean Race

(Endurbeint frá Volvo Ocean Race)

The Ocean Race (áður Volvo Ocean Race, og þar áður Whitbread Round the World Race) er alþjóðleg siglingakeppni umhverfis jörðina sem yfirleitt er haldin á þriggja ára fresti. Árið 2001 var hún nefnd eftir þáverandi aðalstyrktaraðila keppninnar, Volvo, en 2019 var nafninu breytt í The Ocean Race.

Mapfre og Azzam við upphaf keppni árið 2014 í Alicante.

Keppnin hefst í einhverri höfn í Evrópu að hausti og fer í gegnum 9-10 leggi auk styttri keppna í höfnum áfangastaða. Síðasta keppni hófst í Alicante 19. október 2014. Samanlögð siglingaleiðin var 38.739 sjómílur en keppninni lauk 27. júní 2015.

Keppnin var fyrst ræst 8. september 1973. Upphaflega var keppnin blönduð með ýmsum bátsgerðum, en frá 1997 var þátttaka bundin við báta af sérsniðna flokknum Whitbread 60 og frá 2005 Volvo Open 70. Fyrir keppnina 2008 voru aðeins gerðar minniháttar breytingar á hönnunarreglum. Fyrir keppnina 2014 var svo kynnt ný gerð, Volvo Ocean 65, og að allir myndu keppa á eins bát, en áður sá hvert lið um smíði bátsins samkvæmt hönnunarstaðli. Hugmyndin var að draga úr kostnaði við þátttöku í keppninni og auka öryggi.

Úrslit

breyta
Keppni Fjöldi leggja Fjöldi keppenda Rásmark Endamark Sigurbátur Skipstjóri
1973-74 4 17 Portsmouth, Bretlandi Portsmouth, Bretlandi   Sayula II Ramón Carlin
1977-78 4 15 Southampton, Bretlandi Southampton, Bretlandi   Flyer Conny van Rietschoten
1981-82 4 29 Southampton, Bretlandi Portsmouth, Bretlandi   Flyer Conny van Rietschoten
1985-86 4 15 Southampton, Bretlandi Portsmouth, Bretlandi   L'Esprit d'Equipe Lionel Péan
1989-90 6 23 Southampton, Bretlandi Southampton, Bretlandi   Steinlager 2 Peter Blake
1993-94 6 14 Southampton, Bretlandi Southampton, Bretlandi   NZ Endeavour Grant Dalton
1997-98 9 10 Southampton, Bretlandi Southampton, Bretlandi   EF Language Paul Cayard
2001-02 10 8 Southampton, Bretlandi Kiel, Þýskalandi   Illbruck Challenge John Kostecki
2005-06 9 7 Vigo, Spáni Gautaborg, Svíþjóð   ABN Amro I Mike Sanderson
2008-09 10 8 Alicante, Spáni Sankti Pétursborg, Rússlandi   Ericsson 4 Torben Grael
2011-12 9 6 Alicante, Spáni Galway, Írlandi   Groupama 4 Franck Cammas
2014-15 9 7 Alicante, Spáni Gautaborg, Svíþjóð   Azzam Ian Walker
2017-18 10 7 Alicante, Spáni Haag, Hollandi   Dongfeng Race Team Charles Caudrelier
2023 7 6 Alicante, Spáni Genúa, Ítalíu

Tenglar

breyta