Jóhann Hjörleifsson

Jóhann Hjörleifsson (fæddur 11. maí 1973) er íslenskur trommuleikari. Jóhann nam trommu- og slagverksleik við tónlistarskóla FÍH á árunum 1983 til 1991. Hann hefur auk þess sótt einkatíma og námskeið bæði hér heima og erlendis.

Jóhann hefur verið starfandi tónlistarmaður frá árinu 1989 og hefur deilt tíma sínum jafnt á milli þess að vinna við hljóðfæraleik á hljómplötum og að starfa við lifandi tónlistarflutning á öllum sviðum tónlistar.

Jóhann hefur meðal annars spilað með hljómsveitum á borð við Sálina hans Jóns míns , Stórsveit Reykjavíkur

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.