Wassily Wassilyevich Leontief (rússneska: Васи́лий Васи́льевич Лео́нтьев; umritað Vasílíj Vasíljevítsj Leontev) var bandarískur hagfræðingur af rússneskum gyðingaættum. Hann fæddist þann 5. ágúst 1906 og lést þann 5. febrúar árið 1999[1]. Þekktastur varð hann fyrir rannsóknir sínar á því hvernig breytingar á einum hluta hagkerfisins hafi áhrif á aðra hluta þess. Leontief vann Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1973, ásamt því að þrír af doktorsnemum hans hafa einnig unnið til Nóbelsverðlauna[2] (Paul Samuelson 1970, Robert Solow 1987 og Vernon L. Smith 2002).

Wassily Wassilyevich Leontief
Fæddur
Wassily Wassilyevich Leontief

5. ágúst 1906(1906-08-05)
Dáinn5. febrúar 1999 (92 ára)
New York, Bandaríkin
StörfHagfræðingur
Þekktur fyrirNóbelsverðlaunin í hagfræði
TitillHagfræðingur

Leontief var sá hagfræðingur sem afsannaði spádóma um auðlindaskort sem skrifað var um í bókinni The Limits to Growth (1972) með því að gera ráð fyrir framboði og eftirspurn[1]. Leontief uppgötvaði að framboð og eftirspurn muni stýra verði á afurðum náttúruauðlinda og því munu birgðir óendurnýtanlegra náttúruauðlinda heimsins ekki klárast. Tilgáta Leontief reyndist rétt þar sem birgðir óendurvinnanlegara náttúruauðlinda hafa ekki klárast og ekki er séð fram á að þær klárist[3][4]. Þar spilar aukning þekktra birgða og ný tækni stóran þátt.

Æviágrip

breyta

Leontief fæddist í München í Þýskalandi og var sonur Wassily W. Leontief (pófessor í hagfræði) og Zlata Leontief. Frá 1741 tilheyrði W. Leontief eldri fjölskyldu kaupmanna, sem bjuggu í St. Pétursborg. Árið 1921 hóf Leontief yngri nám við Háskólann í Leningrad, sem nú heitir St. Pétursborg[2]. Þaðan útskrifaðist hann með sína fyrstu gráðu í hagfræði (Learned Economist degree, sem jafngilti Master of Arts) árið 1924, þá 19 ára gamall.

Andspyrna við Sovétríkin

breyta

Leontief lagði baráttu Pitirim Sorokin fyrir akademísku sjálfstæði og málfrelsi lið. Í kjölfarið var hann ítrekað handtekinn af Tsjeka betur þekkt sem KGB. Árið 1925 var honum leyft að yfirgefa Sovétríkin, fyrst og fremst vegna þess að Tsjeka stóð í þeirri meiningu að hann væri dauðvona af völdum sarkmeins, sem síðar reyndist rangt. Hann hélt námi sínu áfram við Háskólann í Berlín, þar sem hann öðlaðist Ph.D. gráðu í hagfræði undir stjórn Werner Sombart. Ritgerð hans fjallaði um hringflæði í hagfræði (The Economy as Circular Flow – upphaflega á þýsku: Die Wirtschaft als Kreislauf)[2].

Upphaf starfsferils

breyta

Frá 1927 til 1930 vann Leontief fyrir alþjóðlega stofnun á sviði hagfræði (Institute for the World Economy) við Háskólann í Kiel. Þar stundaði hann rannsóknir á afleiðum tölfræðilegs eftirspurnar- og framboðsfalls. Árið 1929 flutti hann til Kína[2], þar sem hann starfaði sem ráðgjafi hjá ráðuneyti járnbrautasamgangna. Árið 1931 flutti hann til Bandaríkjanna, þar sem hann vann fyrir stofnun á sviði hagfræðirannsókna (National Bureau of Economic Research). Í síðari heimsstyrjöldinni starfaði hann fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum sem ráðgjafi við stefnumótun[2].

Störf við Harvard Háskóla

breyta

Leontief starfaði einnig við hagfræðideild Harvard frá 1932 og árið 1946 gerðist hann prófessor við þá deild. Árið 1949 notaðist Leontief við tölvu í Harvard við að greina gögn frá vinnumálastofnun Bandaríkjana, sem hann skipti í 500 svæði. Hann bar hvern hluta við línulega jöfnu í þessari tölvu, Harvard Mark II, til þess að greina kerfið í heild. Þetta var með fyrstu skiptum sem tölva var nýtt með þessum ætti til þess að greina tölfræðilegar upplýsingar[1]. Árið 1948 kom Leontief Rannsóknarverkefni á sviði hagfræði upp við Harvard (Harvard Economic Research Project) og fór fyrir því verkefni allt til ársins 1973, en frá árinu 1963 hafði hann einnig verið formaður samfélags Harvard (The Harvard Society of Fellows).

Samstarf við New York Háskóla

breyta

Árið 1975 hóf Leontief samstarf við Háskólann í New York. Þar stofnaði hann og stýrði Stofnun í hagfræðigreiningum[1].

Einkalíf

breyta

Árið 1932 giftist Leontief skáldinu Estelle Marks. Þau eignuðust eina dóttir Svetlana Leontief Alpers sem er fædd árið 1936. Estelle skrifaði minnagreinar um samband þeirra við foreldra Leontief eftir að þau höfðu flutt til Bandaríkjanna sem innflytjendur[2].

Leontief var mikill veiðiáhugamaður og þá sérstaklega um stangveiði á flugustöng. Hann hafði einnig áhuga flugi, ballett og fínu víni. Frítíma sínum eyddi hann í West Burke, Vermont og eftir að hafa flutt til New York eyddi hann mestum sumartíma sínum í Lakeville, Connecticut[2].

Leontief dó í New York á föstudeginum 5. febrúar 1999, 93 ára að aldri. Estelle Marks lést árið 2005[2].

Verðlaun og viðurkenningar

breyta

Heimildir

breyta

Emilio Fontela. (2002) Leontief and the Future of the World Economy. Sótt frá 29 Juní 2016 frá https://www.uam.es/otroscentros/klein/stone/fiirs/cuadernos/pdf/FIIRS006.PDF Geymt 3 nóvember 2018 í Wayback Machine

Liberty Fund - Wassily Leontief /e.d) Wassily Leontief (1906-1999 ) Liberty Library economic library. Sótt frá 29 Juní 2016 frá http://www.econlib.org/library/Enc/bios/Leontief.html

Polenske, Karen R. (2004). "Leontief's ‘magnificent machine’ and other contributions to applied economics"Wassily Leontief and Input-Output Economics. Cambridge University Press. p. 12. Sótt frá 29 Juní 2016 frá https://books.google.is/books?id=WRQWAMYkuSIC&pg=PA12&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false

Survey of a current business (1999) Wassily Leontief and His Contributions to Economic Accounting. Sótt frá 29 Juní 2016 frá https://www.bea.gov/scb/pdf/NATIONAL/Inputout/1999/0399leon.pdf Geymt 19 desember 2016 í Wayback Machine

WASSILY LEONTIEF (1970) Theoretical Assumptions and Nonobserved Facts. warwick.ac.uk Sótt frá 29 Juní 2016 frá https://blogs.warwick.ac.uk/files/dennisleech/leontieftheoassnonfacts.pdf

Wassily Leontief - Biographical (2014). Nobelprize.org . Nobel Media AB Sótt frá 29 Juní 2016 frá http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/economic-sciences/laureates/1973/leontief-bio.html

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Leontief and His Contributions to Economic Geymt 19 desember 2016 í Wayback Machine - Sótt 28.06.2016
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 Wassily Leontief - Biographical - Sótt 28.06.2016
  3. Theoretical Assumptions and Nonobserved Facts - Sótt 28.06.2016
  4. Leontief and the Future of the World Economy Geymt 3 nóvember 2018 í Wayback Machine Sótt 28.06.2016