Frjálslyndi flokkurinn (2)

Frjálslyndi flokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður í Reykjavík árið 1973 að undirlagi Bjarna Guðnasonar sem áður hafði klofið sig frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Flokkurinn hafði sömu stefnuskrá og Samtökin höfðu samþykkt á stofnfundi sínum 1969. Við klofninginn missti fyrsta ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar meirihluta í neðri deild Alþingis.

Frjálslyndi flokkurinn bauð fram í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 1974 en fékk engan mann kjörinn. Hann bauð ekki fram í alþingiskosningum sama ár.


Tenglar breyta