1886
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1886 (MDCCCLXXXVI í rómverskum tölum)
Á ÍslandiBreyta
- 10. apríl - Magnús Stephensen skipaður landshöfðingi í stað Bergs heitins Thorbergs.
- 13. apríl - Eggert Theódór Jónassen skipaður amtmaður í Suður- og Vesturamti.
- 25. júní - Stórstúka Íslands stofnuð.
- 1. júlí - Landsbanki Íslands tekur til starfa.
- 3. september - Steypiregn og skriðuföll á Kjalarnesi, mikið tjón á túnum og húsum
- 30. nóvember - Tvö skip úr Reykjavík farast í ofsaveðri. Samtals 13 menn drukkna.
Fædd
- 19. ágúst - Sigurður Jónasson, íslenskur stjórnmála- og athafnamaður (d. 1965).
- 14. september - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (d. 1974).
Dáin
ErlendisBreyta
- Fyrirtækið Alcoa stofnað.
Fædd
- 16. október - David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísrael (d. 1973)
Dáin