Georges Pompidou
Georges Jean Raymond Pompidou (5. júlí 1911 – 2. apríl 1974) var forseti Frakklands frá 1969 þar til hann lést árið 1974. Hann var forsætisráðherra Frakklands í forsetatíð Charles de Gaulle frá 1962 til 1968 og vann forsetakosningarnar eftir að de Gaulle hafði sagt af sér 1969. Pompidou hafði lengi verið einn nánasti samstarfsmaður de Gaulle og þótti eðlilegur arftaki hans. Sem forseti var hann hófsamur íhaldsmaður sem bætti samskipti Frakklands við Bandaríkin og stofnaði til jákvæðra sambanda við nýsjálfstæðar fyrrum nýlendur Frakka í Afríku. Pompidou styrkti stjórnmálaflokk þeirra de Gaulle, Bandalag lýðræðissinna fyrir lýðveldið (Union des démocrates pour la République) og gerði hann að helstu hreyfingu Gaullista í Frakklandi.
Georges Pompidou | |
---|---|
Forseti Frakklands | |
Í embætti 20. júní 1969 – 2. apríl 1974 | |
Forsætisráðherra | Jacques Chaban-Delmas Pierre Messmer |
Forveri | Charles de Gaulle |
Eftirmaður | Valéry Giscard d'Estaing |
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 14. apríl 1962 – 10. júlí 1968 | |
Forseti | Charles de Gaulle |
Forveri | Michel Debré |
Eftirmaður | Maurice Couve de Murville |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 5. júlí 1911 Montboudif, Frakklandi |
Látinn | 2. apríl 1974 (62 ára) París, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Union des démocrates pour la République |
Maki | Claude Cahour (g. 1935) |
Börn | Alain |
Sem forseti tók Pompidou þátt í skipulagningu evrópska efnahagsbandalagsins og samþykkti aðild Bretlands að bandalaginu. De Gaulle hafði verið mjög andsnúinn því að Bretar hlytu aðild þar sem hann taldi þá of nána Bandaríkjamönnum, og hafði sem forseti beitt neitunarvaldi sínu gegn samþykkt á aðild þeirra.
Pompidou var þekktur fyrir dálæti sitt á nútímalist. Hann stóð fyrir byggingu ýmissa nýtískulegra mannvirkja í París, þar á meðal Pompidou-safnsins, sem var nefnt eftir honum eftir dauða hans.
Tenglar
breyta- „Georges Pompidou“. Lesbók Morgunblaðsins. 19. september 1965. bls. 2; 11.
Fyrirrennari: Michel Debré |
|
Eftirmaður: Maurice Couve de Murville | |||
Fyrirrennari: Charles de Gaulle |
|
Eftirmaður: Valéry Giscard d'Estaing |