Delta Air Lines
(Endurbeint frá Delta Airlines)
Delta Air Lines er bandarískt flugfélag með höfuðstöðvar við Hartsfield-Jackson-alþjóðaflugvöllinn í Atlanta, Georgíu. Delta er elsta bandaríska flugfélagið sem enn starfar. Það var stofnað sem áburðarflugvélafyrirtæki árið 1924. Árið 1929 var fyrirtækið flutt til Monroe í Louisiana og hóf farþegaflutninga. Nafninu var breytt í Delta Air Lines eftir árósum Mississippifljóts. Árið 2013 var Delta stærsta flugfélag heims miðað við fjölda farþega (120,6 milljón) og það annað stærsta miðað við tekjur og flutningsgetu.