Loftleiðir voru íslenskt flugfélag sem var stofnað 10. mars 1944 af þremur íslenskum flugmönnum sem höfðu lokið flugnámi í Kanada. Fyrstu árin rak félagið aðeins innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli en 1947 hóf það millilandaflug til Kaupmannahafnar með Douglas DC-4-vél. 1948 fékk félagið starfsleyfi í Bandaríkjunum og 1952 hóf það ferðir milli Bandaríkjanna og Evrópu með millilendingu á Íslandi.

Auglýsing frá Loftleiðum frá árinu 1973.

Á 7. áratug 20. aldar varð félagið fyrst í heimi með lággjaldaflug milli Bandaríkjanna og Evrópu. Harðnandi samkeppni leiddi til þess að félagið sameinaðist Flugfélagi Íslands árið 1973 undir nafninu Flugleiðir sem var myndað úr nöfnum flugfélaganna tveggja.

Tenglar breyta