1894
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1894 (MDCCCXCIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 26. janúar - Hið íslenska kvenfélag stofnað í Reykjavík.
- 30. maí - Þrír Vestmannaeyingar klifu Eldey í fyrsta sinn svo vitað sé.
- 13. september - Frídagur verslunarmanna haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík.
- 5. nóvember - Ísfélagið við Faxaflóa stofnað og kom það á fót fyrsta alvöru íshúsi Íslendinga.
- 14. nóvember - Sjómannafélagið Báran stofnað í Reykjavík og er það yfirlett talið fyrsta íslenska verkalýðsfélagið.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Þorvaldur Thoroddsen varð heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla.
Fædd
- 13. maí: Ásgeir Ásgeirsson, 2. forseti Íslands (d. 1972).
- 19. júlí - Guðmundur B. Hersir, íslenskur bakari og knattspyrnumaður (d. 1971).
- 20. júlí - Stefán Jóhann Stefánsson, stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1980).
Dáin
- 2. janúar - Helgi Hálfdanarson, sálmaskáld og alþingismaður (f. 1826).
- 11. mars - Eggert Briem, sýslumaður (f. 1811).
Erlendis
breyta- 9. janúar - Fyrsta símaver opnar í Lexington, Massachusetts.
- 1. mars - Konur fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi.
- 12. mars - Coca Cola var selt á flöskum í fyrsta sinn.
- 16. apríl - Knattspyrnufélagið Manchester City er stofnað.
- 14. maí - Blackpool-turninn opnar fyrir gestum.
- 14. maí - Viktoría Bretadrottning opnar Manchester-skipaskurðinn og -bryggju. Manchester tengist þá við Írlandshaf en var áður ekki tengd við sjó.
- 23. júní - Alþjóðaólympíunefndin er stofnuð.
- 30. júní - Tower-brúin var opnuð í London.
- 6. júlí - Eldur brýst út í Kólumbusarheimssýningunni í Chicago og flestar byggingar þar eyðileggjast.
- 1. ágúst - Stríð brýst út milli Kínverja og Japana.
- 1. september - Skógareldar í Minnesota verða til þess að 450 láta lífið.
- 15. október - Dreyfus-málið. Franski herforinginn Alfred Dreyfus er handtekinn fyrir njósnir.
- 1. nóvember - Nikulás 2. tekur við keisaradómi í Rússlandi.
- 18. desember - Konur í Suður-Ástralíu verða þær fyrstu til að fá kosningarétt í heiminum.
- 22. desember - Alfred Dreyfus er dæmdur sekur um landráð.
- Rudyard Kipling gefur út Frumskógarbókina (Jungle Book).
- Fyrstu lög um lágmarkslaun eru sett á Nýja-Sjálandi.
- Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar kemur fyrst út í Winnipeg.
- Billboard-tónlistartímaritið var stofnað.
Fædd
- 30. janúar - Boris 3. Búlgaríukonungur (d. 1943).
- 10. febrúar - Harold Macmillan, breskur stjórnmálamaður (d. 1986).
- 17. apríl - Nikita Krústsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (d. 1971).
- 26. apríl - Rudolf Hess, þýskur stjórnmálamaður (d. 1987).
- 27. maí - Dashiell Hammett, bandarískur rithöfundur (d. 1961).
- 23. júní - Játvarður 8. Bretakonungur (d. 1972).
- 25. júlí - Gavrilo Princip, Bosníuserbneskur tilræðismaður (d. 1918).
- 26. júlí - Aldous Huxley, enskur rithöfundur (d. 1963).
- 14. október - E. E. Cummings, bandarískt skáld (d. 1962).
Dáin
- 4. febrúar - Adolpe Sax, belgískur hljóðfærasmiður, fann upp saxófóninn (f. 1814).
- 20. mars - Lajos Kossuth, ungverskur stjórnmálamaður (f. 1802).
- 7. júní - Hassan 1., konungur Marokkó (f. 1836).
- 25. júní - Marie François Sadi Carnot, forseti Frakklands (f. 1837)
- 27. júní - Louis Pio, danskur sósíalistaleiðtogi (f. 1841).
- 1. nóvember - Alexander 3. Rússakeisari (f. 1845).
- 3. desember - Robert Louis Stevenson, skoskur rithöfundur (f. 1850).