Frances Marion (18. nóvember 188812. maí 1973) var bandarísk blaðakona, rithöfundur og handritshöfundur. Hún er oft nefnd sem frægasti kvenkyns handritshöfundur 20. aldar. Eftir að hafa unnið sem stríðsfréttaritari í Fyrri heimsstyrjöldinni fór hún að vinna hjá kvikmyndafyrirtæki leikstjórans Lois Weber þar sem hún skrifaði mörg handrit fyrir leikkonuna Mary Pickford. Hún fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikgerð 1930 fyrir Big House og sömuleiðis fyrir besta söguþráð árið 1932 fyrir The Champ. Hún skrifaði yfir 300 handrit og 130 framleiddar kvikmyndir. Hún leikstýrði og lék stundum sjálf í sumum af fyrstu myndum Mary Pickford.

Frances Marion
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.