Gínea-Bissá

Gínea-Bissá er land í Vestur-Afríku. Það á strönd að Atlantshafi í vestri og landamæri að Senegal í norðri og Gíneu í suðri og austri. Það er eitt af minnstu löndum álfunnar og nær yfir rúmlega 36 þúsund ferkílómetra. Íbúar voru um 1,9 milljón talsins árið 2016.

República da Guiné-Bissau
Fáni Gíneu-Bissá Skjaldarmerki Gíneu-Bissá
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unidade, Luta, Progresso
(portúgalska: Eining, barátta, framfarir)
Þjóðsöngur:
Esta é a Nossa Pátria Bem Amada
Staðsetning Gíneu-Bissá
Höfuðborg Bissá
Opinbert tungumál portúgalska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Umaro Sissoco Embaló
Forsætisráðherra Nuno Gomes Nabiam
Sjálfstæði (frá Portúgal)
 - Yfirlýst 24. september 1973 
 - Viðurkennt 10. september 1974 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
136. sæti
36.125 km²
22,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
148. sæti
1.647.000
44,1/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 1,931 millj. dala (170. sæti)
 - Á mann 1.222 dalir (172. sæti)
Gjaldmiðill CFA-franki
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .gw
Landsnúmer 245

Landið var áður portúgölsk nýlenda og hét Portúgalska Gínea, en við sjálfstæði var nafni höfuðborgarinnar Bissá bætt við nafnið til að koma í veg fyrir rugling við Gíneu. Eftir sjálfstæði hefur pólitískur óstöðugleiki einkennt sögu landsins og enginn forseti þess hefur setið heilt kjörtímabil. Árin 1998 til 1999 geisaði borgarastyrjöld í landinu. Árið 2012 framdi herinn valdarán undir forystu Mamadu Ture Kuruma. Manuel Serifo Nhamadjo var skipaður forseti í kjölfarið fram að næstu kosningum.

Aðeins 14% íbúa tala opinbert tungumál landsins, portúgölsku, en 44% tala crioulo sem er kreólamál byggt á portúgölsku. Um helmingur íbúa eru múslimar og um 40% aðhyllast hefðbundin afrísk trúarbrögð. Gínea-Bissá er með fátækustu ríkjum heims og tveir þriðju hlutar íbúanna eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum.

HéruðBreyta

Gínea-Bissá skiptist í átta héruð (regiões) og eitt sjálfstætt stjórnsýsluumdæmi í höfuðborginni, Bissá. Héruðin skiptast síðan í 37 umdæmi.

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.