Augusto Pinochet
Augusto José Ramón Pinochet Ugarte (25. nóvember 1915 – 10. desember 2006) var einræðisherra í Síle frá 1973 til 1990 eftir að hafa steypt af stóli forseta landsins, Salvador Allende.
Augusto Pinochet | |
---|---|
Forseti Síle | |
Í embætti 17. desember 1974 – 11. mars 1990 | |
Forveri | Salvador Allende |
Eftirmaður | Patricio Aylwin |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. nóvember 1915 Valparaíso, Síle |
Látinn | 10. desember 2006 (91 árs) Santíagó, Síle |
Þjóðerni | Síleskur |
Maki | Lucía Hiriart (g. 1943) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 5 |
Háskóli | Síleski hernaðarháskólinn |
Atvinna | Hermaður, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Augusto Pinochet hét fullu nafni Augusto José Ramón Pinochet Ugarte. Hann kom fram á sjónarsviðið 1973 þegar hann stjórnaði byltingu í Síle en þá steypti hann sósíalistanum Salvador Allende úr stóli og við tók einræðisstjórn Pinochets. Stjórnartíð Pinochets varði til 1990 og var hún blóði drifin. 1200 – 3200 manns týndu lífi og um 30 þúsund manns máttu þola pyntingar af versta toga. Ljóst er að byltingin var studd af Bandaríkjamönnum, með aðild CIA, en bandarísk stjórnvöld hafa reyndar ekki viðurkennt að hafa stutt byltinguna. Það má segja um breytingarnar að þær hafi breytt miklu í efnahagslífi Síle. Gjaldmiðillinn styrktist (gengið tengdist Bandaríkjadollar), tollar voru felldir niður, markaðir opnuðust og ríkisfyrirtæki voru einkavædd. Þessi umbreyting hefur verið kölluð „Kraftaverk Síle“ en gagnrýnendur segja ríkisstefnuna hafi aukið efnahagslegan ójöfnuð í þjóðfélaginu.
Á valdatíð Pinochet voru stundaðar skipulagað pyntingar á stjórnarandstæðingum. Alræmt var að undirmenn hans köstuðu gjarnan fólki út úr þyrlum yfir Kyrrahafi eða Andesfjöllum eftir að hafa pyntað þau og byrlað þeim lyf.[1]
Árið 1990 boðaði Pinochet til lýðræðislegra kosninga og lagði niður einræðisstjórn sína eftir að kosningar árið 1988 þar sem þjóðin kaus að fá lýðræði. Hann hélt áfram stöðu sinni sem æðsti yfirmaður hersins þangað til í mars 1998 en þannig naut hann áfram friðhelgi og ekki var hægt að lögsækja hann fyrir glæpi sína. Þessi friðhelgi féll niður þegar hann var handtekinn í Bretlandi og settur í stofufangelsi. Hann var látinn laus vegna veikinda og sneri aftur til Síle árið 2000, þar sem honum var fagnað sem þjóðhetju og þingið samþykkti friðhelgi fyrir Pinochet sem var fyrrum forseti. Í júlí 2002 felldi hæstiréttur Síle friðhelgina niður og 2004 voru birtar ákærur á hendur honum fyrir morðið á Carlos Prats, varaforseta Síle í tíð Allende, sem var drepinn í bílasprengingu í Argentínu árið 1974. Einnig var Pinochet ákærður fyrir Colombo aðgerðina þar sem 119 manns létu lífið í aðgerðum lögreglunnar í Síle árið 1975. Hann fékk hjartaáfall í desember 2004 og tafði það málaferli. Í nóvember 2006 var Pinochet aftur settur í stofufangelsi, þá 91 árs gamall og ákærður fyrir morð á tveimur af lífvörðum Allende. Pinochet lést þann 10. desember 2006 án þess að dómur hafi fallið vegna þeirra atriða sem hann var ákærður fyrir.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Augusto Pinochet“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. nóvember 2012.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Death flights“, Wikipedia (enska), 8. apríl 2021, sótt 27. apríl 2021
Fyrirrennari: Salvador Allende |
|
Eftirmaður: Patricio Aylwin |