Grenzschutzgruppe 9 (GSG 9) er vopnuð þýsk sérsveit séræfð í hryðjuverkaaðstæðum sem gætu komið upp. GSG 9 er sögð vera ein af bestu sérsveitum í heimi, með um 500 – 1000 sérsveitarmenn. Höfuðstöðvar sérsveitarinnar eru staðsettar í Bonn.

Einkennismerki GSG 9

SagaBreyta

Blóðbaðið í München árið 1972 hafði mikil áhrif á þýsku lögregluna, hún bjóst alls ekki við svona aðstæðum, svo átti hún engar séræfðar sérsveitir. Einu ári eftir var GSG 9 stofnuð þann 17. apríl, 1973 til að stöðva hryðjuverk, gíslingar og margt annað.

Það frægasta verkefni sem GSG 9 hefur unnið við var árið 1977 þegar fjórir palestínskir hryðjuverkamenn rændu Boeing 737 þotu með 86 farþega og heimtuðu að þýska lögreglan myndi sleppa Rote Armee Fraktion hryðjuverkamönnum sem þeir voru með í haldi. Hryðjuverkamennirnir tóku flugmannin af lífi og tóku við stýri. Þeir flugu til nokkurra staða í miðausturlöndum og lentu í Mogadishu, Sómalíu og beðu eftir að mönnunum væri sleppt úr haldi. Sérsveitarmenn GSG 9 og bresku SAS fundu þotuna, ruddust inn í hana og frelsuðu gíslana, með þeim afleiðingum að þrír af fjórum hryðjuverkamönnunum voru drepnir og einn var alvarlega særður. Síðan særðist líka einn flugmaður og einn sérsveitarmaður GSG 9. Margir hrósuðu sérsveitinni fyrir gott og fagmannslegt verk.

Frá árinu 1972 til 2003 hefur GSG 9 unnið við 1500 verkefni og aðeins 5 skotum hefur verið skotið.

SkotvopnBreyta

GSG 9 er vopnuð með eftirfarandi skotvopnum:

TenglarBreyta