Bláfjallafólkvangur

Bláfjallafólkvangur er fólkvangur sem nær gróflega frá Vífilsfelli í austri og suðvestur eftir Bláfjöllum. Hann ennfremur á mörk að Heiðmörk og Reykjanesfólkvangi. Áætlað er að hann sé 70-80 km2 að stærð.

Kort. Fólkvangurinn er merktur sem Bláfjöll.

Hraun, hellar og eldstöðvar eru einkennandi í fólkvanginum. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er innan hans.

Fólkvangurinn var stofnaður árið 1973.

Tenglar

breyta

Ferlir - Bláfjallafólkvangurinn, lega hans og stærð.