Landhelgi er er það hafsvæði undan strönd ríkis þar sem ríkið hefur fullveldisyfirráð líkt og á landi. Friðsamlegar skipaferðir eru þó leyfilegar í landhelginni án sérstaks leyfis yfirvalda þó að þau geti sett fyrirmæli um ákveðnar siglingarleiðir. Það á við jafnt um kaupskip sem og herskip þó að erlend herskip verði að tilkynna yfirvöldum strandríkisins um förina áður en það kemur inn í landhelgina. Um kjarnorkuknúin skip og önnur skip sem geta valdið hættu á umhverfisspjöllum gilda sérstakar reglur, þau mega ekki fara inn í landhelgi ríkis nema með sérstöku leyfi þess.

Landhelgin er hér sýnd gul. Kortið byggir ekki á raunverulegri fyrirmynd og hlutföll þess eru röng.

Þessar reglur eru settar fram í Hafréttarsáttmála S.þ. og þar er ríkjum heimilað að taka sér allt að 12 sjómílna landhelgi út frá svonefndri grunnlínu. Þegar minna en 25 sjómílur eru á milli ríkja er almenna reglan að miðlínan á milli þeirra marki skilin en sterk rök þarf til að víkja frá þeirri reglu.

Tengt efni breyta

Heimild breyta

Tenglar breyta