22. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
22. janúar er 22. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 343 dagar (344 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1258 - Þorvarður Þórarinsson sveikst að Þorgils skarða og myrti hann.
- 1382 - Ríkharður 2. Englandskonungur gekk að eiga Önnu af Bæheimi.
- 1440 - Gilles de Rais játaði margföld morð og var dæmdur til dauða.
- 1517 - Tyrkir, undir forystu Selíms 1., sigruðu Mamelúka í Egyptalandi.
- 1615 - Sengokutímabilinu lauk með því að her Tokugawa Ieyasu náði Ósakakastala í Japan á sitt vald.
- 1828 - Hertoginn af Wellington varð forsætisráðherra Bretlands.
- 1840 - Breskir landnemar komust til Nýja-Sjálands.
- 1901 - Játvarður 7. tók við konungdómi í Bretlandi eftir lát Viktoríu drottningar.
- 1910 - Einn öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á Íslandi, 7,1 stig á Richter, en litlar skemmdir urðu. Miðjan var út af Öxarfirði.
- 1918 - Mesta frost mældist á Íslandi, -37,9 °C á Grímsstöðum á Fjöllum.
- 1924 - Ramsay MacDonald varð forsætisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi.
- 1962 - Sæsímastrengurinn Scotice, milli Íslands og Skotlands um Færeyjar, var tekinn í notkun.
- 1968 - B-52-sprengjuflugvél fórst sunnan við Thule-herstöðina á Grænlandi.
- 1972 - Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, undirritaði samning um inngöngu Danmerkur í ESB.
- 1973 - Flugvél frá Royal Jordanian fórst við Kano í Nígeríu. 176 manns létust í slysinu.
- 1980 - Andrei Sakarov var handtekinn í Moskvu fyrir að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan.
- 1983 - Björn Borg tilkynnti að hann væri hættur eftir að hafa unnið Wimbleton-mótið fimm sinnum í röð.
- 1983 - Tvö snjóflóð féllu á Patreksfirði. Fjórir fórust og margir misstu heimili sín.
- 1984 - Auglýsingin 1984 fyrir Apple Macintosh var sýnd í fyrsta og eina skiptið á CBS í hléi í Super Bowl.
- 1987 - Flugvél frá Flugfélaginu Erni, TF-ORN, fórst við Arnarnes í Ísafjarðardjúpi með þeim afleiðingum að einn lést.
- 1987 - Bandaríski stjórnmálamaðurinn R. Budd Dwyer framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu í sjónvarpi.
- 1988 - Paul Watson, skipstjóra og forsprakka Sea Shepherd-samtakanna, var vísað úr landi, gefið að sök að hafa látið sökkva hvalbátunum tveimur í Reykjavíkurhöfn árið 1986.
- 1990 - Samband kommúnista í Júgóslavíu samþykkti að leysa sjálft sig upp.
- 1997 - Madeleine Albright varð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
- 1998 - Theodore Kaczynski játaði að hann væri Unabomber. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun.
- 2003 - Síðasta merkið frá geimkönnunarfarinu Pioneer 10 barst til jarðar úr 7,6 milljarða mílna fjarlægð frá jörðu.
- 2006 - Aníbal António Cavaco Silva var kjörinn forseti í Portúgal með 50,6% atkvæða.
- 2012 - Króatar samþykktu Evrópusambandsaðild með 2/3 atkvæða.
- 2014 - Önnur friðarráðstefnan í Genf samþykkti að leita diplómatískra leiða til að binda endi á borgarastyrjöldina í Sýrlandi.
- 2014 - Úkraínukreppan: 5 létust í átökum mótmælenda og lögreglu í Kíev.
- 2015 - Salman prins tók við konungdómi í Sádí-Arabíu.
- 2017 - Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita eftir víðtæka leit.
- 2018 - Stjórn United Silicon í Helguvík óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 2018 - George Weah tók við embætti forseta Líberíu.
- 2021 – Sáttmálinn um bann við kjarnavopnum tók gildi.
Fædd
breyta- 1440 - Ívan mikli, Rússakeisari (d. 1505).
- 1561 - Sir Francis Bacon, enskur heimspekingur (d. 1626).
- 1592 - Pierre Gassendi, franskur heimspekingur (d. 1655).
- 1645 - William Kidd, skoskur sjóræningi (d. 1701).
- 1690 - Nicolas Lancret, franskur listmálari (d. 1743).
- 1788 - Byron lávarður, enskt skáld (d. 1824).
- 1814 - Eduard Zeller, þýskur heimspekingur (d. 1908).
- 1843 - Friedrich Blass, þýskur fornfræðingur (d. 1907).
- 1849 - August Strindberg, sænskur rithöfundur og leikskáld (d. 1912).
- 1885 - Jónas Þorbergsson, íslenskur stjórnmálamaður og ritstjóri (d. 1968).
- 1891 - Antonio Gramsci, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1937).
- 1899 - Luc Lafnet, belgískur málari og myndasöguhöfundur (d. 1939).
- 1909 - U Thant, búrmískur ríkiserindreki (d. 1974).
- 1927 - Guðmundur J. Guðmundsson, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1997).
- 1940 - John Hurt, breskur leikari. (d. 2017).
- 1947 - Afeni Shakur, bandarískur aðgerðasinni (d. 2016).
- 1953 - Mitsuo Kato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Pálmi Haraldsson, íslenskur athafnamaður.
- 1968 - Frank Lebœuf, franskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Hidetoshi Nakata, japanskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Gianluigi Buffon, ítalskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Ben Moody, bandarískur gítarleikari (Evanescence).
- 1985 - Mohamed Sissoko, malískur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1258 - Þorgils skarði Böðvarsson, íslenskur höfðingi (f. 1226).
- 1531 - Andrea del Sarto, ítalskur listmálari (f. 1487).
- 1552 - Edward Seymour, hertogi af Somerset, enskur stjórnmálamaður (f. 1509).
- 1666 - Shah Jahan, Mógúlkeisari (f. 1592).
- 1828 - Johan Bülow, danskur hirðmarskálkur (f. 1751).
- 1901 - Viktoría Bretadrottning (f. 1819).
- 1919 - Carl Larsson, sænskur listmálari (f. 1853).
- 1922 - Elsa Andersson, frumkvöðull í flugi (f. 1897).
- 1922 - Benedikt 15. páfi (f. 1854).
- 1973 - Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti (f. 1908).
- 1975 - Clara Pontoppidan, dönsk leikkona (f. 1883).
- 1976 - Hermann Jónasson íslenskur stjórnmálamaður (f. 1896).
- 1993 - Óskar Bertels Magnússon, íslenskur listamaður (f. 1915).
- 1993 - Kōbō Abe, japanskt skáld (f. 1924).
- 2002 - Skúli Guðmundsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1924).
- 2008 - Heath Ledger, ástralskur leikari (f. 1979).
- 2010 - Jean Simmons, bresk leikkona (f. 1929).