Bahamaeyjar

Samveldi Bahamaeyja er eyríki á eyjaklasa sem telur um 700 eyjar og sandrif í Atlantshafi, rétt austan við Flórídaskaga í Bandaríkjunum, fyrir norðan Kúbu og Hispaníólu og vestan við Turks- og Caicoseyjar sem tilheyra sama eyjaklasa.

Commonwealth of the Bahamas
Fáni Bahamaeyja Skjaldarmerki Bahamaeyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Forward Upward Onward Together
(enska: Fram á við, upp á við, áfram saman)
Þjóðsöngur:
March On, Bahamaland
Staðsetning Bahamaeyja
Höfuðborg Nassá
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning Elísabet 2.
Landstjóri Cornelius A. Smith
Forsætisráðherra Hubert Minnis
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 10. júlí 1973 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
160. sæti
13.878 km²
28
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
177. sæti
319.031
23,27/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 11,055 millj. dala (153. sæti)
 - Á mann 31.382 dalir (45. sæti)
Gjaldmiðill bahamaeyjadalur (BSD)
Tímabelti UTC-5
Þjóðarlén .bs
Landsnúmer 1-242

Upphaflega voru eyjarnar byggðar Lúkíum (Aravökum). Talið er að Kristófer Kólumbus hafi fyrst lent í Nýja heiminum á eyjunni San Salvador í eyjaklasanum en Spánverjar stofnuðu aldrei nýlendu á eyjunum. Þeir rændu þó fólki þaðan sem þeir seldu í þrældóm á Hispaníólu. Árið 1648 settust enskir landnemar frá Bermúda að á eyjunni Eleuthera. Eyjarnar voru griðastaður sjóræningja þar til þær urðu bresk krúnunýlenda árið 1718. Eftir Sjálfstæðisstríð Bandaríkjanna flutti breska stjórnin marga konungssinna til Bahamaeyja þar sem þeir fengu landareignir og hófu plantekrubúskap. Eftir að Bretar gerðu þrælahald ólöglegt flutti Breski flotinn þræla sem þeir höfðu frelsað af þrælaskipum í Atlantshafi til eyjanna. Þangað flúðu líka svartir þrælar frá Flórída. Árið 1973 urðu eyjarnar sjálfstætt ríki innan Breska samveldisins með Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja.

Bahamaeyjar eru eitt af auðugustu ríkjum Ameríku þegar miðað er við verga landsframleiðslu á mann. Ferðaþjónusta stendur ein undir 60% af vergri landsframleiðslu Bahamaeyja. Fjármálaþjónusta er um 15% af landsframleiðslu. 70% íbúa búa á eyjunni New Providence þar sem höfuðborgin Nassá stendur. New Providence heyrir undir ríkisstjórn eyjanna.

StjórnsýsluskiptingBreyta

Fyrir utan New Providence, sem heyrir beint undir ríkisstjórn Bahamaeyja, skiptast eyjarnar í 31 stjórnsýsluumdæmi:

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.