Siglingasamband Íslands
Siglingasamband Íslands (skammstafað SÍL) er samband siglingafélaga á Íslandi stofnað 25. október árið 1973 af siglingafélögunum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Sambandið er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Alþjóða siglingasambandinu, Alþjóðakajaksambandinu, Alþjóðaróðrasambandinu og Evrópusamtökum skemmtibátaeigenda. Sambandið hefur yfirumsjón með landsmótum í siglingum, sem eru um tólf talsins á hverju ári, eftirlit með reglum um mótahald og keppnisreglum og útvegun forgjafar fyrir blandaðar siglingakeppnir.
Siglingasamband Íslands | |
Fullt nafn | Siglingasamband Íslands |
Skammstöfun | SÍL |
---|---|
Stofnað | 25. október 1973 |
Stjórnarformaður | Aðalsteinn Jens Loftsson |
Sambandsaðild | Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)[1] World Sailing[1] Alþjóðakayaksambandið (ICF)[1] Alþjóðaróðrarsambandið (FISA)[1] |
Iðkendafjöldi 2010 | 1.490[2] |
Siglingasambandið heldur árlegt siglingaþing þar sem fulltrúar félaganna koma saman og ákveða reglur um mót og stigagjöf, mótaskrá næsta sumars o.fl.
Aðildarfélög
breyta- Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey
- Siglingaklúbburinn Drangey, Sauðárkróki
- Kayakklúbburinn, Reykjavík
- Kayakklúbburinn Kai, Neskaupstað
- Siglingafélagið Nökkvi, Akureyri
- Siglingafélagið Sigurfari, Akranesi
- Ungmennafélagið Snæfell, Stykkishólmi
- Siglingafélagið Sæfari, Ísafirði
- Íþróttafélagið Völsungur, Húsavík
- Siglingafélagið Ýmir, Kópavogi
- Siglingaklúbburinn Þytur, Hafnarfirði
Tenglar
breytaTilvísanir
breytaHeimildir
breyta- „Um SÍL“. Sótt 18. október 2011.
- „Stjórn SÍL“. Sótt 18. október 2011.
- „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 2010“ (PDF). Sótt 18. október 2011.