Höskuldur Þórhallsson

Höskuldur Þór Þórhallsson (f. 8. maí 1973) er lögfræðingur frá Akureyri og fyrrum þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var kosinn í þriðja sæti á framboðslista á kjördæmisþingi flokksins 13. janúar 2007 og var kjörinn á þing í kosningunum í maí sama ár.

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ)
Fæðingardagur: 8. maí 1973 (1973-05-08) (51 árs)
6. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur: Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn
Nefndir: Umhverfis- og samgöngunefnd, þingskapanefnd, Íslandsdeild Norðurlandaráðs
Þingsetutímabil
2007-2009 í Norðaust. fyrir Framsfl.
2009-2016 í Norðaust. fyrir Framsfl.
= stjórnarsinni
Embætti
2013-2016 formaður umhverfis- og samgöngunefndar
2013-2016 formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Höskuldur skipaði 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2009 og 2013. Hann sat í fjárlaganefnd Alþingis 2009-2013. Höskuldur beitti sér gegn því að Icesave samningarnir yrðu samþykktir á Alþingi.

Höskuldur var formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 til ársins 2016.

Höskuldur var áminntur[1] fyrir störf sín sem lögmaður árið 2024. Hann stóð ekki skil á erfðafjárskatti erfingja dánarbús sem hann var skiptastjóri í og reyndi að villa um fyrir úrskurðarnefnd lögmannafélagisns.

Höskuldur í íslensku máli

breyta

Íslenska nýyrðið Höskuldarviðvörun er kennt við Höskuld Þórhallsson. Hugtakið er skilgreint sem „Viðvörun um að texti eða orð geti eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði.“ Höskuldarviðvörun er stundum notað sem þýðing á enska hugtakinu spoiler alert.[2]

Uppruni hugtaksins er í atviki sem átti sér stað þann 6. apríl 2016, þegar Höskuldur greindi fjölmiðlum fyrir mistök frá ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, áður en opinber tilkynning hafði verið gefin út um það hvernig ráðuneytunum yrði skipt.[2]

Hugtakið Höskuldarviðvörun birtist fyrst í íslenskum texta á sjónvarpsþáttunum Modern Family sem sýndir voru á Stöð 2 í þýðingu Arnórs Haukssonar síðar í sama mánuði.[3]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Daðason, Kolbeinn Tumi (17. febrúar 2024). „Fyrr­verandi þing­maður á­minntur fyrir lögmannsstörf - Vísir“. visir.is. Sótt 19. júní 2024.
  2. 2,0 2,1 „Höskuldarviðvörun“. Orðabókin.is. Sótt 7. nóvember 2022.
  3. Stefán Árni Pálsson (13. apríl 2016). „Spoiler alert = Höskuldar­við­vörun: „Það kom einhver púki í mig". Vísir. Sótt 7. nóvember 2022.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.