Þjóðbókasafn Bretlands

Þjóðbókasafn Bretlands (enska: British Library) er þjóðbókasafnið á Bretlandi. Það er í London og er stærsta rannsóknarbókasafn í heimi. Í safninu eru yfir 150 milljónir safngripa á öllum þekktum tungumálum og sniðum: bækur, tímarit, dagblöð, hljóðrit, einkaleyfi, gagnagrunnar, kort, frímerki, veggspjöld, teikningar og fleira. Bækur í safninu eru um það bil 25 milljónir, að ógleymdum handritum, þau elstu frá 300 f.Kr.. Aðeins eitt bókasafn er stærra en Þjóðbókasafn Bretlands, þ.e. Library of Congress í Bandaríkjunum.

Þjóðbókasafn Bretlands

Samkvæmt enskum lögum um prentskil skal Þjóðbókasafnið fá eintök allra bóka sem gefnar eru út á Bretlandi og Írlandi, og allra erlendra bóka sem dreift er á Bretlandi. Bókasafnið kaupir líka margt útgefið efni erlendis frá. Bætt er við safnið um það bil þremur milljónum eintaka árlega.

Bókasafnið varð sérstök stofnun árið 1973, en áður var það hluti Þjóðminjasafns Bretlands.

Íslensk handrit

breyta

Í Þjóðbókasafni Bretlands eru nokkur hundruð íslensk handrit. Sum þeirra útvegaði Sir Joseph Banks, en hann fór í rannsóknarferð til Íslands árið 1780. Flest handritin keypti safnið af Finni Magnússyni árið 1837.

   Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.