Írska lýðveldið

Írland eða Írska lýðveldið (enska: Ireland; írska: Éire) er ríki sem nær yfir 5/6 hluta eyjunnar Írlands vestur af strönd Evrópu. Norðvesturhluti eyjarinnar tilheyrir Norður-Írlandi sem er hluti af Bretlandi. Írland á því aðeins landamæri að Bretlandi en Írlandshaf skilur á milli eyjarinnar og Stóra-Bretlands. Höfuðborg Írlands er Dublin við austurströnd eyjarinnar.

Írland
Éire (írska)
Ireland (enska)
Fáni Írlands Skjaldarmerki Írlands
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Éire go deo
(Írland að eilífu)
Þjóðsöngur:
Amhrán na bhFiann
Staðsetning Írlands
Höfuðborg Dublin
Opinbert tungumál írska, enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Michael D. Higgins
Forsætisráðherra Leo Varadkar
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 6. desember 1921 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
118. sæti
70.273 km²
2
Mannfjöldi
 - Samtals (2019)
 - Þéttleiki byggðar
122. sæti
4.921.500
70/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 - Samtals 412,797 millj. dala (46. sæti)
 - Á mann 83.399 dalir (5. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.942 (3. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+0 (UTC+1 á sumrin)
Ekið er vinstri megin
Þjóðarlén .ie
Landsnúmer +353

Árið 1922, í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins sem stóð frá 1919 til 1921, var Írska fríríkið stofnað. Þing Norður-Írlands, þar sem mótmælendur voru í meirihluta, nýtti sér þá möguleika til að segja sig úr hinu nýja ríki og varð sérstök eining innan breska konungsdæmisins. Írska fríríkið var í fyrstu hluti af Breska samveldinu en árið 1949 voru skyldur konungs afnumdar í írskum lögum og landið varð lýðveldi.

Írska lýðveldið var lengi vel eitt af fátækustu ríkjum Evrópu. Landið gekk í Evrópusambandið árið 1973. Seint á 9. áratug 20. aldar hófust efnahagslegar umbætur í anda frjálshyggju sem leiddu til ört vaxandi hagsældar. Írland var um tíma í upphafi 21. aldar þekkt sem „keltneski tígurinn“. Í upphafi ársins 2008 hófst alþjóðlega fjármálakreppan sem kom mjög harkalega niður á Írlandi. Þrátt fyrir kreppuna er Írland enn með best stæðu löndum heims.

Írland er þróað land og lífsgæði þar eru með þeim bestu í heimi. Landið situr líka hátt á listum yfir gæði heilbrigðisþjónustu, viðskiptafrelsi og fjölmiðlafrelsi.[1][2] Írland á aðild að Evrópusambandinu og er stofnaðili Evrópuráðsins og OECD. Landið hefur haft hlutleysisstefnu síðan fyrir síðari heimsstyrjöld og er því ekki aðili að NATO,[3] en tekur samt þátt í ýmsum samstarfsverkefnum þess eins og Partnership for Peace.

HeitiBreyta

Ríkið sem stofnað var 1922 og myndað úr 26 af 32 sýslum Írlands var þekkt sem „Írska fríríkið“.[4] Í stjórnarskrá Írlands sem tekin var upp árið 1937 stendur að nafn ríkisins sé Éire, eða Ireland á ensku. Í 2. kafla laga um lýðveldið Írland frá 1948 stendur að „lýðveldið Írland“ sé lýsing á ríkinu en ekki nafn þess. Annað hefði verið í andstöðu við stjórnarskrána.[5]

Ríkisstjórn Bretlands notaði upphaflega nafnið „Eire“ (án kommu) og frá 1949 „lýðveldið Írland“ þegar talað var um ríkið.[6] Það var ekki fyrr en með Föstudagssáttmálanum 1998 að breska ríkisstjórnin notaði nafnið „Írland“.[7]

Auk heitanna „Írland“, „Éire“ og „lýðveldið Írland“ (eða „Írska lýðveldið“) hefur ríkið líka verið kallað „Lýðveldið“, „Suður-Írland“ eða „Suðrið“.[8] Írskir lýðveldissinnar tala stundum um það sem „Fríríkið“ eða „sýslurnar 26“.[9]

LandfræðiBreyta

Írska lýðveldið nær yfir um 5/6 hluta eyjunnar Írlands, en Norður-Írland (hluti Bretlands) nær yfir afganginn. Í norðri og vestri á eyjan strönd að Norður-Atlantshafi, í norðaustri að Úlfreksfirði, í austri að Írlandshafi, í suðaustri að Norðursundi og í suðri að Keltahafi.

Vesturhéruð landsins eru fjalllend, klettótt og hæðótt. Miðláglöndin eru þakin jökulseti úr leir og sandi. Þar eru líka stór mýrlendi og stöðuvötn. Hæsti tindur Írlands er Carrauntoohil í fjallgarðinum MacGillycuddy's Reeks í suðvestri. Fljótið Shannon rennur um láglöndin og er lengsta á Írlands, 386 km að lengd.

Skógþekja á Írlandi hefur minnkað mikið vegna landbúnaðar. Innlendar trjátegundir eru eik, askur, hesliviður, birki, elri, víðir, ösp, álmur, reyniviður, ýviður og skógarfura. Vöxtur þekjumýra og ruðning skóga vegna landbúnaðar hafa valdið skógeyðingu. Nú eru aðeins um 10% landsins þakin skógi, mest nytjaskógi með barrtrjám. Talið er að innlendur skógur sé aðeins um 2%.

Um 64% landsins er landbúnaðarland. Vegna þess er lítið eftir af víðerni fyrir villt dýralíf, sérstaklega stærri spendýr. Löng saga landbúnaðar og nútímaræktunaraðferðir eins og notkun skordýraeiturs og tilbúins áburðar hefur dregið úr líffjölbreytni.

VeðurfarBreyta

Atlantshafið og Golfstraumurinn hafa mikil áhrif á veðurfar á Írlandi þar sem ríkir temprað úthafsloftslag. Hiti fer sjaldan niður fyrir -5°C eða upp fyrir 26°C. Lægsti hiti sem mælst hefur var -19,1° í Markree-kastala í Sligo, og hæsti hitinn var 33,3° í Kilkenny-kastala árið 1887.

Úrkoma er meiri yfir vetrarmánuðina. Mest úrkoma er í suðvesturhéruðunum vegna ríkjandi suðvestanvinda, en minnst í Dublin. Suðausturhéruðin eru sólríkust. Norðvesturhéruðin eru með vindasömustu svæðum Evrópu og hafa mikla möguleika til vindorkuframleiðslu. Sólarstundir á Írlandi eru venjulega milli 1100 og 1600 á ári, eða milli 3,25 og 3,75 á dag á flestum stöðum. Maí og júní eru sólríkustu mánuðirnir með milli 5 og 6,5 sólarstundir á dag.

StjórnmálBreyta

StjórnsýslueiningarBreyta

Írska lýðveldið skiptist frá alda öðli í 26 sýslur sem fólk notar almennt til að vísa til landshluta. Nú skiptist landið í 29 sveitasýslur og 5 borgarsýslur sem að hluta samsvara hinum eldri sýslum. Tipperary-sýslu var skipt í Suður-Tipperary og Norður-Tipperary árið 1898 og Dublin-sýslu var skipt í Dún Laoghaire–Rathdown, Fingal og Suður-Dublin árið 1994. Frá 2014 skiptist landið í 26 sveitasýslur, tvær borgar-sveitasýslur og þrjár borgarsýslur.

 1. Fingal
 2. Dublin
 3. Dún Laoghaire–Rathdown
 4. Suður-Dublin
 5. Wicklow-sýsla
 6. Wexford-sýsla
 7. Carlow-sýsla
 8. Kildare-sýsla
 9. Meath-sýsla
 10. Louth-sýsla
 11. Monaghan-sýsla
 12. Cavan-sýsla
 13. Longford-sýsla
 14. Westmeath-sýsla
 15. Offaly-sýsla
 16. Laois-sýsla
 1. Kilkenny-sýsla
 2. Waterford-sýsla
 3. Cork
 4. Cork-sýsla
 5. Kerry-sýsla
 6. Limerick-sýsla
 7. Tipperary
 8. Clare-sýsla
 9. Galway-sýsla
 10. Galway
 11. Mayo-sýsla
 12. Roscommon-sýsla
 13. Sligo-sýsla
 14. Leitrim-sýsla
 15. Donegal-sýsla

Í Írska lýðveldinu er neðra stjórnsýslustigið fimm hverfaráð og 75 bæjarráð.

ÍbúarBreyta

 
Íbúaþróun á Írlandi frá 1951.

Erfðafræðilegar rannsóknir benda til þess að fyrstu íbúar Írlands hafi flust þangað frá Íberíuskaga eftir síðustu ísöld.[10] Eftir bronsöld barst keltnesk menning og mál til Írlands.[11][12] Gelísk menning varð ríkjandi með tímanum. Uppruni Íra er blanda af gelískum, norðurgermönskum, normönnskum, frönskum og breskum uppruna.

Íbúafjöldi Írlands var tæplega 4,8 milljónir árið 2016, sem var 12,3% aukning frá 2006.[13] Árið 2011 var fæðingartíðni á Írlandi sú hæsta í Evrópusambandinu, með 16 fæðingar á 1000 íbúa.[14] Árið 2014 fæddust 36,3% barna utan hjónabands.[15] Árleg fjölgun íbúa var 2% milli manntalanna 2002 og 2006, sem var rakið til bæði mikillar náttúrulegrar fjölgunar og aðflutnings.[16] Þessi fjölgun minnkaði aðeins milli manntalanna 2006 og 2011 og fór niður í 1,6%. Heildarfrjósemishlutfall árið 2017 var áætlað 1,8 börn á konu, undir jafnvægishlutfallinu 2,1 og töluvert undir methlutfallinu 4,2 frá árinu 1850.[17] Árið 2018 var miðaldur Íra 37,1 ár.[18]

Þegar manntalið 2016 var tekið var fjöldi erlendra íbúa 535.475, sem var 2% fækkun frá manntalinu 2011. Fimm helstu upprunalönd aðfluttra íbúa eru Pólland, Bretland, Litháen, Rúmenía og Lettland. Árið 2016 bættust Brasilía, Spánn, Ítalía og Frakkland á topp 10-listann yfir upprunalönd.[19]

Fjölmennustu borgir og bæir á Írlandi (manntal 2016)

 
Dublin
 
Cork

# Heiti Fjöldi # Heiti Fjöldi

 
Limerick
 
Galway

1 Dublin 1.173.179[20] 11 Kilkenny 26.512
2 Cork 208.669[21] 12 Ennis 25.276
3 Limerick 94.192[22] 13 Carlow 24.272
4 Galway 79.934[23] 14 Tralee 23.691
5 Waterford 53.504[24] 15 Newbridge 22.742
6 Drogheda 40.956[25] 16 Portlaoise 22.050
7 Swords 39.248[26] 17 Balbriggan 21.722
8 Dundalk 39.004[27] 18 Naas 21.393
9 Bray 32.600[28] 19 Athlone 21.349
10 Navan 30.173[29] 20 Mullingar 20.928

TilvísanirBreyta

 1. „Human Development Report 2020“ (PDF). HDRO (Human Development Report Office) United Nations Development Programme. bls. 343. Sótt 29 January 2022.
 2. Henry, Mark (2021). In Fact An Optimist's Guide to Ireland at 100. Dublin: Gill Books. ISBN 978-0-7171-9039-3. OCLC 1276861968.
 3. „NATO – Member countries“. NATO. Afrit from the original on 24 September 2011. Sótt 29 December 2014.
 4. Coleman, Marie (2013). The Irish Revolution, 1916–1923. Routledge. bls. 230. ISBN 978-1317801467. Sótt 12. febrúar 2015.
 5. Gallagher, Michael, "The changing constitution", in Gallagher, Michael; Coakley, John, ritstjórar (2010). Politics in the Republic of Ireland. 0415476712. ISBN 978-0415476713. Sótt 12. febrúar 2015.
 6. Oliver, J.D.B., What's in a Name, in Tiley, John, ritstjóri (2004). Studies in the History of Tax Law. Hart Publishing. bls. 181–3. ISBN 1841134732. Sótt 12. febrúar 2015. Athugið að höfundur notar „Éire“ með kommunni.
 7. Oliver (2004), p. 178; Daly (2007), p. 80
 8. Acciano, Reuben (2005). Western Europe. Lonely Planet. bls. 616. ISBN 1740599276. Sótt 12. febrúar 2015.
 9. Smith, M.L.R (2002). Fighting for Ireland?: The Military Strategy of the Irish Republican Movement. Routledge. bls. 2. ISBN 1134713975. Sótt 12. febrúar 2015.
 10. "Myths of British ancestry" Geymt 30 október 2019 í Wayback Machine Prospect magazine
 11. Origins of the British, Stephen Oppenheimer, 2006
 12. McEvoy, B; Richards, M; Forster, P; Bradley, DG (October 2004). „The Longue Durée of genetic ancestry: multiple genetic marker systems and Celtic origins on the Atlantic facade of Europe“. Am. J. Hum. Genet. 75 (4): 693–702. doi:10.1086/424697. PMC 1182057. PMID 15309688.
 13. „Census 2016 Summary Results - Part 1“ (PDF). Central Statistics Office Ireland. April 2017. Sótt 30 January 2022.
 14. Ireland continues to have highest birth rate in the European Union Geymt 2019-02-13 í Wayback Machine. BBC News. (20. desember 2012). Sótt 16. júlí 2013.
 15. „Vital Statistics Yearly Summary 2014 – CSO – Central Statistics Office“. cso.ie. Afrit from the original on 11 July 2017. Sótt 30 July 2017.
 16. „Ireland's population still fastest-growing in EU“. Thomas Crosbie Media. 18 December 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 December 2008. Sótt 9 July 2009.
 17. Roser, Max (2014), „Total Fertility Rate around the world over the last centuries“, Our World in Data, Gapminder Foundation, afrit from the original on 17 July 2020, sótt 7 May 2019
 18. „World Factbook EUROPE : IRELAND“, The World Factbook, 12 July 2018, afrit from the original on 18 January 2021, sótt 23 January 2021
 19. „Census 2016. Non-Irish Nationalities Living in Ireland“. Central Statistics Office. Afrit from the original on 13 October 2018. Sótt 13 October 2018.
 20. „Settlement Dublin City And Suburbs“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 13 November 2018. Sótt 21 July 2017.
 21. „Settlement Cork City And Suburbs“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 21 July 2017.
 22. „Settlement Limerick City And Suburbs“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 11 December 2018. Sótt 21 July 2017.
 23. „Settlement Galway City And Suburbs“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 21 July 2017.
 24. „Settlement Waterford City And Suburbs“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 21 July 2017.
 25. „Settlement Drogheda“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 29 July 2017.
 26. „Settlement Swords“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 29 July 2017.
 27. „Settlement Dundalk“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 29 July 2017.
 28. „Settlement Bray“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 29 July 2017.
 29. „Settlement Navan (An Uaimh)“. Central Statistics Office. 2016. Afrit from the original on 30 July 2017. Sótt 29 July 2017.

TenglarBreyta