Veronica Lake (fædd Constance Frances Marie Ockelman 14. nóvember 1922, dáin 7. júlí 1973) var bandarísk leikkona. Leiklistarferill hennar hófst í leikhúsi en síðar varð hún fræg fyrir kvikmyndaleik.

Árið 1939 lék hún í fyrsta skipti í kvikmynd, sem heitir Sorority House. Í þessari mynd var hún aðeins í litlu aukahlutverki. Hún lést árið 1973 af völdum áfengisdrykkju.