Andri Snær Magnason

íslenskur rithöfundur

Andri Snær Magnason (fæddur 14. júlí 1973) er íslenskur rithöfundur.

Andri Snær Magnason, 2014
LiteratureXcange Festival í Árósum 2023.
Andri Snær Magnason í Árósum 2017

Andri útskrifaðist frá eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund, nam svo íslensku í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA-próf árið 1997.

Fyrsta útgefna verk Andra var ljóðabókin Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995. Eftir fylgdi ljóðabókin Bónusljóð og smásagnaheftið Engar smá sögur. Þekktasta verk Andra er þó líklegast barnabók hans og leikritið Sagan af bláa hnettinum og hefur bókin verið þýdd á meira en þrjátíu tungumál[heimild vantar]. Andri gaf einnig út skáldsöguna LoveStar sem var metsölubók árið 2002 og hlaut fjölda verðlauna.

Í mars 2006 gaf Andri Snær svo út bók sína Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, sem hefur selst gríðarvel og fengið mikla fjölmiðlaathygli. Í bókinni beinir Andri Snær spjótum sínum að stjóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda og ásakar hana um hugmyndaleysi í atvinnumálum. Fyrir bókina fékk hann íslensku bókmenntaverðlaunin 2006. Andri Snær leikstjýrði kvikmynd sem var gerð upp úr verkinu ásamt Þorfinni Guðnasyni en sú mynd fékk Eddu verðlaun sem heimildarmynd ársins árið 2009.

Árið 2013 kom út ævintýrið Tímakistan sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna og unglingabókmennta. Næsta verk hans var Sofðu ást mín sem kom út árið 2016. Um tímann og vatnið kom út árið 2019 en sú bók hefur verið gefin út á tæplega þrjátíu tungumálum[heimild vantar] og hlaut meðal annars hin ítölsku Tiziano Terzani verðlaun árið 2021.

Andri Snær hefur auk þess starfað með hönnuðum, arkitektum og umhvefisverndarsamtökum[heimild vantar]. Hann leikstýrði og framleiddi heimildarmyndirnar Þriðji Póllinn og Apausalypse, ásamt Anni Ólafsdóttur.

Forsetaframboð

breyta

Í byrjun apríl 2016 boðaði Andri Snær til fundar í Þjóðleikhúsinu þar sem hann ákvað að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2016. Áherslur hans voru hálendisþjóðgarður, ný stjórnarskrá og að rækta tungumál í landinu.[1] Hann hlaut 14,26% atkvæða.

Tenglar

breyta

Bækur

breyta

Leikrit

breyta
  • 1999 - Náttúruóperan (Leikfélag MH)
  • 2001 - Blái hnötturinn (Þjóðleikhúsið)
  • 2001 - Hlauptu Náttúrubarn (Útvarpsleikhúsið)
  • 2004 - Úlfhamssaga (Hafnarfjarðarleikhúsið/Annað svið)
  • 2007 - Eilíf Hamingja í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson (Borgarleikhúsið/ Lifandi Leikhús)
  • 2009 - Eilíf Óhamingja - í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson (Borgarleikhúsið/ Lifandi Leikhús)

Tónlist

breyta
  • 1998 - Raddir (Smekkleysa/Stofnun Árna Magnússonar)
  • 1999 - Flugmaður - ljóðadiskur með Múm (Leiknótan)

Kvikmyndir

breyta
  • 2009 - Draumalandið heimildarmynd, leikstjórn ásamt Þorfinni Guðnasyni (Ground Control Productions)
  • 2020 - Þriðji Póllinn, leikstjórn ásamt Anni Ólafsdóttur (Elsku Rut Productions)
  • 2021 - Apausalypse (Tídægra) ásamt Anni Ólafsdóttur (Elsku Rut Productions)

Helstu verðlaun

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Andri Snær í forsetaframboð Rúv, Skoðað 12. apríl, 2016.