1968
ár
(Endurbeint frá Febrúar 1968)
1968 (MCMLXVIII í rómverskum tölum) var 68. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið einkenndist af mótmælum um allan heim.
Atburðir
breytaJanúar
breyta- 5. janúar - Vorið í Prag hófst með því að Alexander Dubček var kosinn leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins.
- 10. janúar - John Gorton varð forsætisráðherra Ástralíu.
- 13. janúar - Johnny Cash tók upp plötuna At Folsom Prison í Folsom-fangelsi í Kaliforníu.
- 15. janúar - Yfir 300 fórust í jarðskjálfta á Sikiley.
- 21. janúar - Bandarísk B-52-sprengjuflugvél hrapaði við Thule-herstöðina á Grænlandi, með þeim afleiðingum að geislavirk málmbrot dreifðust víða.
- 21. janúar - Víetnamstríðið: Orrustan um Khe Sanh átti sér stað.
- 22. janúar - Norðurkóresk herskip hertóku bandaríska könnunarskipið USS Pueblo í Japanshafi og héldu áhöfninni fanginni fram í desember.
- 25. janúar - Ísraelski kafbáturinn INS Dakar fórst í Miðjarðarhafi með allri áhöfn.
- 28. janúar - Franski kafbáturinn Minerve fórst í Miðjarðarhafi með allri áhöfn.
- 30. janúar - Víetnamstríðið: Fyrsta orrustan um Sægon hófst og stóð til 7. mars. Hún var hluti af Tetsókninni, röð skyndiárása Víet Kong í Suður-Víetnam.
- 31. janúar - Forseti Naúrú, Hammer DeRoburt, lýsti yfir sjálfstæði landsins frá Ástralíu.
- 31. janúar - Víetnamstríðið: Víet Kong-liðar réðust á bandaríska sendiráðið í Sægon.
Febrúar
breyta- 1. febrúar - Víetnamstríðið: Víet Kong-liðinn Nguyễn Văn Lém var tekinn af lífi með skammbyssu af suðurvíetnamska lögregluforingjanum Nguyễn Ngọc Loan. Ljósmynd af aftökunni varð fræg um allan heim og jók andstöðu almennings við stríðið.
- 4. febrúar - Breski síðutogarinn Notts County strandaði á Snæfjallaströnd. 18 manna áhöfn var bjargað af varðskipi. Annar síðutogari, Ross Cleveland fórst í Ísafjarðardjúpi sama kvöld og aðeins einn komst lífs af.
- 6. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1968 hófust í Grenoble í Frakklandi.
- 12. febrúar - Víetnamstríðið: Blóðbaðið í Phong Nhị og Phong Nhất átti sér stað.
- 17. febrúar - Kolakraninn í Reykjavíkurhöfn var rifinn.
- 21. febrúar - Sænski menntamálaráðherrann, Olof Palme, tók þátt í mótmælum gegn Víetnamstríðinu í Stokkhólmi og sagði í ræðu að stríðið væri ógn við lýðræðið.
- 23. febrúar - Hjartasjúkdómafélagið var stofnað af íslenskum læknum.
- 24. febrúar - Víetnamstríðið: Tetsóknin stöðvaðist og her Suður-Víetnam náði Huế aftur á sitt vald.
- 25. febrúar - Víetnamstríðið: Blóðbaðið í Hà My átti sér stað.
- 28. febrúar - Indverski tilraunabærinn Auroville var stofnaður í Tamil Nadu með styrk frá Unesco.
Mars
breyta- 2. mars - Baggeridge-kolanámunni í West Midlands var lokað.
- 7. mars - Fyrstu orrustunni um Sægon lauk.
- 8. mars - Stjórnarkreppan í Póllandi 1968 hófst með mótmælum námsmanna.
- 8. mars - Sovéski kafbáturinn K-129 fórst með allri áhöfn suðvestur af Hawaii.
- 8. mars - Bandaríski sendiherrann var kallaður heim frá Svíþjóð vegna andstöðu sænsku stjórnarinnar við Víetnamstríðið.
- 11. mars - Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun um að allar tölvur keyptar af alríkisstjórninni skyldu styðja ASCII-stafalykilinn.
- 11. mars - Sænska kvikmyndin Ég er forvitin blá var frumsýnd.
- 12. mars - Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 16. mars - Víetnamstríðið: Fjöldamorðin í My Lai. Bandarískir hermenn myrtu alla íbúa í heilu þorpi þrátt fyrir að þar væru engir karlmenn á hermennskualdri.
- 19. mars - Nemendur við Howard-háskóla í Washington D.C. hófu vikulöng mótmæli gegn Víetnamstríðinu og Evrópumiðuðu námi.
- 22. mars - Daniel Cohn-Bendit ásamt sjö öðrum námsmönnum hertók stjórnarskrifstofur Nanterre-háskóla.
- 24. mars - Aer Lingus flug 712 hrapaði við Wexford með þeim afleiðingum að 61 farþegi og áhöfn fórust.
- 28. mars - Brasilíski menntaskólaneminn Edson Luís de Lima Souto var skotinn til bana af lögreglu fyrir að mótmæla matarverði í mötuneyti skólans.
Apríl
breyta- 2. apríl - Kennitölur voru teknar upp í Danmörku.
- 2. apríl - Sprengjur sprungu í tveimur verslunum í Frankfurt am Main. Andreas Baader og Gudrun Ensslin voru síðar handtekin og kærð fyrir íkveikju.
- 4. apríl - Martin Luther King var myrtur af James Earl Ray í Memphis, Tennessee.
- 4. apríl - AEK B.C. vann Evrópubikarkeppni í körfuknattleik karla með sigri á USK Praha fyrir framan 80.000 áhorfendur, sem var met.
- 4. apríl - Óeirðir hófust víða um Bandaríkin í kjölfar morðsins á Martin Luther King.
- 6. apríl - Spænska söngkonan Massiel sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1968 með laginu „La, la, la“.
- 6. apríl - Gassprenging varð 41 að bana í Richmond í Indiana.
- 7. apríl - Breski ökuþórinn Jim Clark lést í Formúlu 2-kappakstri við Hockenheim.
- 11. apríl - Josef Bachmann reyndi að myrða þýska aðgerðasinnann Rudi Dutschke, en mistókst. Dutschke lést vegna heilaáverkanna 11 árum síðar.
- 18. apríl - Bandaríski auðjöfurinn Robert P. McCulloch keypti Lundúnabrú og flutti hana stein fyrir stein til Lake Havasu City í Arisóna.
- 20. apríl - Pierre Elliott Trudeau var kosinn fimmtándi forsætisráðherra Kanada.
- 23. apríl - Fyrsta hjartaígræðslan í Evrópu var framkvæmd af læknum í París.
- 23. apríl - Mótmælin í Columbia-háskóla 1968 hófust. Stúdentar lokuðu háskólanum í viku.
- 23. apríl - Sameinaða meþódistakirkjan var stofnuð með sameiningu Meþódistakirkjunnar og Evangelísku sameinuðu bræðrakirkjunnar í Dallas, Texas.
- 25. apríl - Yfir 50 fórust þegar ferju hvolfdi rétt hjá Wellington á Nýja-Sjálandi.
Maí
breyta- 1. maí - Ítalski verkfræðingurinn Giorgio Rosa lýsti yfir sjálfstæði Rósaeyjar undan strönd Ítalíu.
- 2. maí - Maíuppþotin í París hófust með því að stjórn Parísarháskóla í Nanterre ákvað að loka skólanum vegna árekstra við stúdenta.
- 8. maí - 85 fórust þegar Braniff International Airways flug 352 fórst við Dawson í Texas.
- 13. maí - Stúdentaóeirðirnar í París: Milljónir tóku þátt í mótmælagöngu í París.
- 16. maí - Hluti blokkarinnar Ronan Point í London hrundi með þeim afleiðingum að 5 létust.
- 17. maí - Fimleikasamband Íslands var stofnað.
- 17. maí - Nímenningarnir frá Catonsville tóku herkvaðningargögn frá herkvaðningarskrifstofu í Maryland og brenndu þau með napalmi.
- 18. maí - Fyrstu Hot Wheels-bílarnir frá Mattel komu á markað.
- 22. maí - Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Scorpion fórst með 99 manns um borð suðvestan við Asóreyjar.
- 23. maí - Hólmavíkurkirkja var vígð.
- 26. maí - H-dagurinn: Skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi.
- 26. maí - Sænski flugmaðurinn Carl Gustaf von Rosen vakti athygli með því að leiða flugflota sex lítilla flugvéla gegn Nígeríu í stríðinu um Bíafra.
- 30. maí - Charles de Gaulle leysti franska þingið upp eftir hrinu mótmæla og verkfalla og boðaði til kosninga.
Júní
breyta- 1. júní - Félagsstofnun stúdenta tók formlega til starfa við Háskóla Íslands.
- 1. júní - Laugardalslaug var vígð í Reykjavík.
- 2. júní - Stúdentaóeirðirnar í Júgóslavíu hófust í Belgrad.
- 3. júní - Róttæki femínistinn Valerie Solanas skaut Andy Warhol á vinnustofu hans. Hann lifði skotárásina af.
- 4. júní - Standard & Poor's-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 100 punkta.
- 4. júní - Pierre Trudeau vann stórsigur í kosningum í Kanada.
- 5. júní - Robert F. Kennedy var myrtur af Sirhan Sirhan í Los Angeles, Kaliforníu.
- 5. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968 hófst á Ítalíu.
- 7. júní - Godtfred Kirk Christiansen opnaði Legoland í Danmörku.
- 8. júní - James Earl Ray var handtekinn fyrir morðið á Martin Luther King.
- 10. júní - Ítalía sigraði Evrópukeppnina í knattspyrnu 1968 með 2-0 sigri á Júgóslavíu.
- 12. júní - Hryllingsmyndin Barn Rosemary var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 17. júní - Kommúnistaflokkur Malasíu boðaði byltingu og lýst var yfir neyðarástandi.
- 21. júní - Blóðugi föstudagurinn í Ríó de Janeiro: Stúdentamótmæli enduðu með því að 28 stúdentar voru skotnir til bana af hermönnum.
- 23. júní - Puerta-harmleikurinn: 74 létust og hundruð slösuðust í troðningi eftir knattspyrnuleik í Búenos Aíres.
- 23. júní - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 26. júní - Japanar fengu stjórn Bonin-eyja aftur í hendur eftir 23 ára hernám Bandaríkjahers.
- 26. júní - Hundrað þúsund manna gangan var farin í Ríó de Janeiro til að mótmæla herforingjastjórninni í Brasilíu.
- 30. júní - Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands.
Júlí
breyta- 1. júlí - Samningur um að dreifa ekki kjarnavopnum tók gildi.
- 3. júlí - Samtök ítalskra knattspyrnumanna, Associazione Italiana Calciatori, voru stofnuð með Sergio Campana sem formann.
- 3. júlí - Leoníd Brezhnev varaði stjórnvöld í Tékkóslóvakíu við því að ógna sósíalísku þjóðskipulagi með yfirstandandi lýðræðisvæðingu.
- 4. júlí - Breski siglingamaðurinn Alec Rose kom til hafnar í Portsmouth eftir 354 daga siglingu umhverfis hnöttinn.
- 7. júlí - Frakkar sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunskyni á rifinu Mururoa.
- 11. júlí - Japanska mangatímaritið Weekly Shōnen Jump hóf göngu sína.
- 15. júlí - Fyrsta flutningaskipið lagði að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík.
- 17. júlí - Saddam Hussein varð varaformaður byltingarráðsins í Írak eftir valdarán.
- 18. júlí - Intel Corporation var stofnað í Kaliforníu.
- 20. júlí - Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun fóru fram í fyrsta sinn í Chicago í Bandaríkjunum.
- 23. júlí - Glenville-skotbardaginn milli svartra aðgerðasinna og lögreglu hófst í Cleveland, Ohio.
- 25. júlí - Páll 6. páfi gaf út páfabréfið Humanae vitae sem staðfesti andstöðu kirkjunnar við getnaðarvarnir.
- 29. júlí - Arenalfjall í Kosta Ríka gaus í fyrsta sinn í margar aldir.
Ágúst
breyta- 1. ágúst - Hassanal Bolkiah var krýndur soldán af Brúnei.
- 2. ágúst - Yfir 200 létust í Casiguran-jarðskjálftanum á Filippseyjum.
- 8. ágúst - Richard Nixon og Spiro Agnew voru tilnefndir frambjóðendur flokksins til forseta og varaforseta á Landsþingi Repúblikana í Miami Beach, Flórída.
- 11. ágúst - Síðasta ferð gufuknúinna lesta á vegum British Rail var farin með farþega milli Liverpool og Carlisle.
- 18. ágúst - Yfir 100 fórust þegar tvær rútur runnu út í Hida-á í Japan vegna úrhellisrigningar.
- 20. ágúst - Vorið í Prag var barið niður af 200.000 hermönnum og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
- 22. ágúst - Youth International Party stóð fyrir mótmælum gegn Víetnamstríðinu við Landsþing Demókrata í Chicago.
- 24. ágúst - Norræna húsið í Reykjavík var opnað.
- 24. ágúst - Canopus-tilraunin: Frakkar sprengdu vetnissprengju á rifinu Fangataufa í Frönsku Pólýnesíu.
- 29. ágúst - Norski krónprinsinn Haraldur gekk að eiga Sonju Haraldsen.
- 31. ágúst - Jarðskjálftarnir í Dasht-e Bayaz og Ferdows: 15.000 manns létust þegar jarðskjálfti reið yfir austurhluta Írans.
September
breyta- 2. september - Tveir kafarar uppgötvuðu Bimini-veginn, reglulega röð kalksteinshellna neðansjávar.
- 3. september - António de Oliveira Salazar, einræðisherra í Portúgal, slasaðist alvarlega í strandhýsi sínu í Estoril.
- 6. september - Esvatíní hlaut sjálfstæði (sem Svasíland).
- 7. september - 95 fórust þegar Air France flug 1611 hrapaði í Miðjarðarhafið.
- 9. september - Helstu leiðtogar bandarísku stúdentahreyfingarinnar voru handteknir eftir mótmælin í Chicago.
- 12. september - Danski boxarinn Tom Bogs vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með sigri á Lothar Stengel.
- 13. september - Albanía dró sig út úr Varsjárbandalaginu vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu.
- 17. september - D'Oliveira-hneykslið: Marylebone Cricket Club hætti við að leika í Suður-Afríku þegar Suður-Afríkumenn neituðu að samþykkja litaða leikmanninn Basil D'Oliveira á vellinum.
- 21. september - Ómannaða sovéska geimfarið Zond 5 sneri aftur til jarðar með lífverur um borð.
- 22. september - Egypska hofið Abu Simbel var opnað almenningi fjórum árum eftir að vinna við flutning þess hófst.
- 23. september - Tetsókninni í Víetnam lauk.
- 26. september - Ritskoðun leikrita var afnumin í Bretlandi. Söngleikurinn Hárið var frumsýndur á West End daginn eftir.
- 27. september - Marcelo Caetano varð forsætisráðherra Portúgals.
Október
breyta- 2. október - Blóðbaðið í Tlatelolco: Hundruð námsmanna voru myrt af hernum í kjölfar mótmæla í Tlatelolco í Mexíkóborg.
- 3. október - Juan Velasco Alvarado rændi völdum í Perú.
- 5. október - Lögregla á Norður-Írlandi barði á mótmælendum í friðsamri mannréttindagöngu í Derry. Atvikið vakti hneyksli víða um heim og varð upphafið að tveggja daga uppþotum í Derry.
- 8. október - Bandaríkjaher og her Suður-Víetnam hófu Sealords-aðgerðina í ósum Mekong.
- 11. október - NASA sendi mannaða geimfarið Apollo 7 á braut um jörðu.
- 11. október - Herforingjar undir stjórn Omar Torrijos steyptu lýðræðislega kjörinni stjórn Arnulfo Arias í Panama af stóli.
- 12. október - Miðbaugs-Gínea hlaut sjálfstæði frá Spáni.
- 12. október - Sumarólympíuleikarnir 1968 voru settir í Mexíkó.
- 16. október - Rodney-uppþotin hófust í Kingston á Jamaíku eftir að aðgerðasinninn Walter Rodney var bannaður frá landinu.
- 16. október - Bandarísku hlaupararnir Tommie Smith og John Carlos heilsuðu með krepptum hnefa eftir að hafa unnið gull- og bronsverðlaun í 200 metra spretthlaupi.
- 16. október - Jimi Hendrix gaf út tvöföldu plötuna Electric Ladyland.
- 20. október - Jacqueline Kennedy, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, gekk að eiga gríska skipakónginn Aristoteles Onassis.
- 25. október - Led Zeppelin komu í fyrsta sinn fram á tónleikum í Surrey-háskóla.
- 31. október - Bandaríkjaforseti, Lyndon B. Johnson, tilkynnti að öllum sprengjuárásum á Norður-Víetnam yrði hætt.
Nóvember
breyta- 5. nóvember - Richard Nixon sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum 1968.
- 5. nóvember - Vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst í aftakaveðri austan við Vestmannaeyjar og með honum níu menn.
- 11. nóvember - Á Maldívum var lýst yfir stofnun lýðveldis.
- 12. nóvember - Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við lögum sem bönnuðu kennslu þróunarkenningarinnar í skólum í Arkansas.
- 12. nóvember - Leoníd Brezhnev réttlætti innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu með vísun til Brezhnev-kenningarinnar.
- 15. nóvember - Víetnamstríðið: Commando Hunt-aðgerðin hófst með sprengjuárásum á Ho Chi Minh-slóðina í Laos.
- 17. nóvember - British European Airways tók farþegaþotuna BAC One-Eleven í notkun.
- 17. nóvember - Heiðuhneykslið: NBC hóf að sýna kvikmyndina Heiðu nokkrum mínútum fyrir lok leiks Oakland Raiders og New York Jets með þeim afleiðingum að þúsundir reiðra fótboltaáhugamanna hringdu í skiptiborð sjónvarpsstöðvarinnar.
- 19. nóvember - Moussa Traoré rændi völdum í Malí.
- 20. nóvember - Farmington-námuslysið olli dauða 78 manna.
- 30. nóvember - Landssamtök norskra Sama voru stofnuð.
Desember
breyta- 9. desember - Douglas Engelbart stóð fyrir „móður allra sýnidæma“ á ráðstefnu tölvunarfræðinga í San Francisco þar sem hann sýndi bæði oN-Line System, fyrsta kerfið sem notaðist við tengitexta, og tölvumúsina, á fundi sem um 1000 manns sóttu.
- 10. desember - Stærsta rán í sögu Japans, 300 milljón jena ránið, átti sér stað í Tókýó.
- 11. desember - Bandaríska dans- og söngvamyndin Oliver! var frumsýnd.
- 19. desember - Sænsku bílaframleiðendurnir Saab og Scania sameinuðust í Saab-Scania. Þeim var aftur skipt á 10. áratugnum.
- 20. desember - Fyrstu morðin sem kennd voru við Dýrahringsmorðingjann áttu sér stað í Benicia í Kaliforníu.
- 22. desember - Mao Zedong mælti með því að menntuð borgaræska Kína færi í endurmenntun í sveitum landsins, sem var upphafið að „niður í sveitina“-hreyfingunni.
- 23. desember - Þorláksmessuslagurinn: Átök urðu milli lögreglu og mótmælenda á Lækjartorgi í Reykjavík.
- 24. desember - Bandaríska geimfarið Apollo 8 komst á braut um tunglið og sá myrku hlið tunglsins í fyrsta sinn. Geimfarinn William Anders tók hina frægu ljósmynd „Jarðarupprás“.
- 28. desember - Ísraelsher gerði loftárásir á flugvöllinn í Beirút í Líbanon og eyðilagði fjölda flugvéla.
Fædd
breyta- 9. janúar - Cameron Todd Willingham, bandarískur dauðadæmdur fangi (d. 2004).
- 12. janúar - Rachael Harris, bandarísk leikkona.
- 14. janúar - LL Cool J, bandarískur rappari.
- 23. janúar - Sigrún Eva Ármannsdóttir, íslensk söngkona.
- 27. janúar - Jón Ásgeir Jóhannesson, íslenskur athafnamaður.
- 29. janúar - Edward Burns, bandarískur leikari.
- 30. janúar - Filippus 6. Spánarkonungur.
- 16. febrúar - Flosi Þorgeirsson, íslenskur sagnfræðingur.
- 18. febrúar - Molly Ringwald, bandarísk leikkona.
- 21. febrúar - Donizete Oliveira, brasilískur knattspyrnumaður.
- 21. febrúar - Dan Calichman, bandarískur knattspyrnumaður.
- 24. febrúar - Mitch Hedberg, bandarískur uppistandari (d. 2005).
- 2. mars - Daniel Craig, enskur leikari.
- 3. mars - Brian Cox, breskur öreindafræðingur.
- 4. mars - Patsy Kensit, ensk leikkona og söngkona.
- 6. mars - Moira Kelly, bandarísk leikkona.
- 8. mars - Siggi Hlö, íslenskur útvarpsmaður.
- 8. mars - Jónmundur Guðmarsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 14. mars - Magnús Árni Magnússon, íslenskur stjórnmálamaður.
- 15. mars - Kahimi Karie, japönsk söngkona.
- 22. mars - Kazuya Maekawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 23. mars - Bjarni Ármannsson, íslenskur athafnamaður.
- 23. mars - Damon Albarn, enskur tónlistarmaður.
- 26. mars - Adílson Batista, brasilískur knattspyrnumaður.
- 29. mars - Lucy Lawless, nýsjálensk leikkona og söngkona.
- 30. mars - Céline Dion, kanadísk söngkona.
- 30. mars - Ari Alexander Ergis Magnússon, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 31. mars - César Sampaio, brasilískur knattspyrnumaður.
- 3. apríl - Jamie Hewlett, enskur myndasöguhöfundur.
- 10. apríl - Orlando Jones, bandarískur leikari.
- 14. apríl - Heimir Eyvindarson, íslenskur hljómborðsleikari.
- 21. apríl - Tatjana Ústínova, rússneskur rithöfundur.
- 23. apríl - Timothy McVeigh, bandarískur hryðjuverkamaður (d. 2001).
- 29. apríl - Kolinda Grabar-Kitarović, króatísk stjórnmálakona.
- 1. maí - Oliver Bierhoff, þýskur knattspyrnumaður.
- 4. maí - Julian Barratt, enskur leikari.
- 5. maí - Boban Babunski, makedónskur knattspyrnumaður.
- 7. maí - Traci Lords, bandarísk söngkona og leikkona.
- 8. maí - Hisashi Kurosaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 10. maí - Thomas Coville, franskur siglingamaður.
- 11. maí - Jeffrey Donovan, bandarískur leikari.
- 13. maí - Scott Morrison, ástralskur stjórnmálamaður.
- 16. maí - Pálína Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 20. maí - Rögnvaldur D. Ingþórsson, íslenskur heimspekingur.
- 22. maí - Ígor Ledjakhov, rússneskur knattspyrnumaður.
- 25. maí - Kristjana Stefánsdóttir, íslensk tónlistarkona.
- 26. maí - Friðrik Danakrónprins.
- 27. maí - Sæmundur Kristinn Sigurðsson, tæknistjóri RÚV.
- 28. maí - Kylie Minogue, áströlsk söngkona og leikkona.
- 29. maí - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1. júní - Jason Donovan, ástralskur leikari og söngvari.
- 4. júní - Faizon Love, bandarískur leikari.
- 9. júní - Gunnar Bragi Sveinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 11. júní - Ólafur Þ. Stephensen, íslenskur ritstjóri.
- 12. júní - Birgir Ármannsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 13. júní - David Gray, enskur tónlistarmaður.
- 14. júní - Ukhnaagiin Khürelsükh, mongólskur stjórnmálamaður.
- 16. júní - James Patrick Stuart, enskur leikari.
- 20. júní - Mateusz Morawiecki, pólskur stjórnmálamaður.
- 25. júní - Sigursteinn Gíslason, íslenskur knattspyrnumaður (d. 2012).
- 26. júní - Jovenel Moïse, haítískur stjórnmálamaður (d. 2021).
- 26. júní - Guðni Th. Jóhannesson, íslenskur sagnfræðingur.
- 6. júlí - Ásdís Halla Bragadóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 7. júlí - Danny Jacobs, bandarískur leikari.
- 7. júlí - Jorja Fox, bandarísk leikkona.
- 8. júlí - Michael Weatherly, bandarískur leikari.
- 21. júlí - Brandi Chastain, bandarískur knattspyrnumaður.
- 22. júlí - Vala Þórsdóttir, íslensk leikkona.
- 24. júlí - Kristin Chenoweth, bandarísk leikkona.
- 25. júlí - John Grant, bandarískur tónlistarmaður.
- 2. ágúst - Stefan Effenberg, þýskur knattspyrnumaður.
- 3. ágúst - Eyjólfur Sverrisson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 5. ágúst - Marine Le Pen, franskur stjórnmálamaður.
- 5. ágúst - Colin McRae, skoskur ökuþór (d. 2007).
- 5. ágúst - Mustafa Ahmed al-Hawsawi, sádiarabískur hryðjuverkamaður.
- 10. ágúst - Tsuyoshi Kitazawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 15. ágúst - Debra Messing, bandarísk leikkona.
- 17. ágúst - Anthony E. Zuiker, bandarískur framleiðandi.
- 23. ágúst - Hajime Moriyasu, japanskur knattspyrnumaður.
- 31. ágúst - Sigrún Sól Ólafsdóttir, íslensk leikkona.
- 10. september - Guy Ritchie, enskur kvikmyndaleikstjóri.
- 18. september - Skúli Mogensen, íslenskur athafnamaður.
- 19. september - Lila Downs, mexíkósk söngkona.
- 20. september - Sigurjón Kjartansson, íslenskur tónlistarmaður og handritshöfundur.
- 21. september - Anto Drobnjak, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 22. september - David Bisconti, argentínskur knattspyrnumaður.
- 23. september - Erik Weihenmayer, bandarískur fjallgöngumaður.
- 24. september - Michael Obiku, nígerískur knattspyrnumaður.
- 25. september - Will Smith, bandarískur söngvari, rappari og leikari.
- 25. september - Jóhann Hollandsprins (d. 2013).
- 26. september - Ben Shenkman, bandarískur leikari.
- 27. september - Mari Kiviniemi, finnsk stjórnmálakona.
- 28. september - Naomi Watts, bresk leikkona.
- 8. október - Emily Procter, bandarísk leikkona.
- 8. október - Ingimar Oddsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 11. október - Jane Krakowski, bandarísk leikkona.
- 11. október - Halla Tómasdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 15. október - Falur Harðarson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 15. október - Bergljót Arnalds, íslenskur rithöfundur.
- 18. október - Naoto Otake, japanskur knattspyrnumaður.
- 24. október - Osmar Donizete Cândido, brasilískur knattspyrnumaður.
- 2. nóvember - Samantha Ferris, kanadísk leikkona.
- 7. nóvember - Óttarr Proppé, íslenskur tónlistarmaður.
- 8. nóvember - Parker Posey, bandarísk leikkona.
- 12. nóvember - Kathleen Hanna, bandarísk tónlistarkona.
- 13. nóvember - Shinichiro Tani, japanskur knattspyrnumaður.
- 23. nóvember - Hamid Hassani, íranskur fræðimaður og rannsakandi.
- 24. nóvember - Scott Krinsky, bandarískur leikari.
- 2. desember - Lucy Liu, bandarísk leikkona.
- 2. desember - Rena Sofer, bandarísk leikkona.
- 3. desember - Brendan Fraser, bandarískur leikari.
- 5. desember - Margaret Cho, bandarísk leikkona.
- 11. desember - Emmanuelle Charpentier, franskur örverufræðingur.
- 18. desember - Mario Basler, þýskur knattspyrnumaður.
- 28. desember - Brian Steen Nielsen, danskur knattspyrnumaður.
- 30. desember - Meredith Monroe, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 4. janúar - Jón Helgason, íslenskur kaupmaður (f. 1884).
- 30. janúar - Ágúst Jósefsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (f. 1874).
- 19. febrúar - Guðrún Indriðadóttir, íslensk leikkona (f. 1882).
- 6. mars - Jón Eyþórsson, íslenskur veðurfræðingur (f. 1895).
- 13. mars - Lárus Pálsson, íslenskur leikari (f. 1914).
- 27. mars - Júrí Gagarín, fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn (f. 1934).
- 4. apríl - Martin Luther King, bandarískur mannréttindafrömuður (f. 1929).
- 15. maí - Gunnfríður Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (f. 1889).
- 24. maí - Einar Ingibergur Erlendsson, íslenskur húsasmiður (f. 1883).
- 1. júní - Helen Keller, bandarískur rithöfundur (f. 1880).
- 6. júní - Robert F. Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 6. júní - Jónas Þorbergsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 14. júní - Salvatore Quasimodo, ítalskt skáld (f. 1901).
- 18. júní - Nína Tryggvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1913).
- 14. júlí - Konstantín Paústovskíj, rússneskur rithöfundur (f. 1892).
- 19. júlí - Jónas frá Hriflu, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1885).
- 28. júlí - Otto Hahn, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1879).
- 30. júlí - Jón Leifs, íslenskt tónskáld (f. 1899).
- 4. ágúst - Þórarinn Kr. Eldjárn, íslenskur hreppstjóri (f. 1886).
- 24. september - Sigríður Zoëga, íslenskur ljósmyndari (f. 1889).
- 5. október - Jóhannes Jósefsson, íslenskur glímukappi (f. 1883).
- 11. október - Jakob Guðjohnsen, íslenskur verkfræðingur (f. 1899).
- 27. október - Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur (f. 1878).
- 10. nóvember - Santos Iriarte, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 28. nóvember - Enid Blyton, enskur rithöfundur (f. 1897).
- 16. desember - Pétur Ottesen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1888).
- 20. desember - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1902).
- 26. desember - Weegee, austurrískur ljósmyndari (f. 1899).
- 30. desember - Trygve Lie, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1896).