Miðbaugs-Gínea
Miðbaugs-Gínea er land í Mið-Afríku og eitt af minnstu ríkjum álfunnar. Það á landamæri að Kamerún í norðri og Gabon í suðri, og strandlengju við Gíneuflóa í vestri þar sem eyjarnar Saó Tóme og Prinsípe liggja til suðvesturs. Landið var áður spænska nýlendan Spænska Gínea. Landinu tilheyra nokkrar stórar eyjar, þar á meðal Bioko þar sem höfuðborgin Malabó (áður Santa Isabel) stendur. Meginlandshlutinn nefnist Río Muni.
República de Guinea Ecuatorial République de la Guinée Équatoriale | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Unidad, Paz, Justicia (spænska: Eining, friður, réttlæti) | |
Þjóðsöngur: Caminemos pisando la senda | |
![]() | |
Höfuðborg | Malabó |
Opinbert tungumál | spænska, franska |
Stjórnarfar | Forsetaræði
|
Forseti | Teodoro Obiang Nguema Mbasogo |
Forsætisráðherra | Francisco Pascual Obama Asue |
Sjálfstæði | |
- frá Spáni | 12. október, 1968 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
144. sæti 28.050 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
150. sæti 736.296 24,1/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 19,286 millj. dala (107. sæti) |
- Á mann | 25.929 dalir (39. sæti) |
Gjaldmiðill | CFA-franki (XAF) |
Tímabelti | UTC+1 |
Þjóðarlén | .gq |
Landsnúmer | 240 |
Portúgalir lögðu eyjarnar Bioko og Annobón undir sig árið 1474 en létu þær Spánverjum eftir árið 1778. Þangað söfnuðust landnemar frá nýlendum Spánverja víða um heim auk fólks frá Síerra Leóne og Líberíu. Eftir aldamótin 1900 byggðist efnahagur landsins á ræktun kaffis og kakós og timbri, aðallega með verkafólki frá Líberíu, Nígeríu og Kamerún. Landið fékk sjálfstæði árið 1968 og fyrsti forseti þess var Francisco Macías Nguema. Hann kom á flokksræði. Á 8. áratugnum var stjórn hans sökuð um fjöldamorð á íbúum landsins. Árið 1979 steypti Teodoro Obiang honum af stóli. Macías Nguema var dæmdur og tekinn af lífi skömmu síðar. Obiang hefur síðan ríkt sem forseti yfir landinu með mikil völd þótt landið sé að nafninu til fjölflokkalýðræði.
Stórar olíulindir uppgötvuðust í landinu árið 1996 og hagnýting þeirra hefur aukið tekjur ríkisins gríðarlega. Olía og olíuafurðir eru um 97% af útflutningi landsins. Skógrækt, landbúnaður og fiskveiðar eru mikilvægar atvinnugreinar. Verg landsframleiðsla á mann er sú hæsta af öllum löndum í Afríku sunnan Sahara. Yfir 90% íbúa eru kristnir, flestir rómversk-kaþólskir.
StjórnsýsluskiptingBreyta
Miðbaugs-Gínea skiptist í sjö héruð. Héruðin skiptast síðan í umdæmi.