David Peter Gray (f. 13. júní 1968) er breskur tónlistarmaður þekktastur fyrir lög sín „Babylon“, „This Year's Love“, „Sail Away“, og „The One I Love“.

David Gray
Gray árið 2010
Gray árið 2010
Upplýsingar
FæddurDavid Peter Gray
13. júní 1968 (1968-06-13) (56 ára)
Sale, Cheshire, England
Störf
  • Tónlistarmaður
  • lagahöfundur
  • framleiðandi
Ár virkur1992–í dag
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • píanó
  • hljómborð
  • munnharpa
Útgáfufyrirtæki
  • Hut
  • IHT
  • Polydor
  • MapleMusic Recordings (Kanada)
  • Kobalt[1]
Vefsíðadavidgray.com

Ævisaga

breyta

David er fæddur 13. júní 1968 í Sale í norðurhluta Manchester-borgar. Um 9 ára aldur fluttist hann með fjölskyldunni til Pembroke-skíris í Wales en sneri til baka til Englands á fullorðinsárunum og settist þá að í norðurhluta landsins til að læra við Liverpool-háskóla. Írar og Wales-búar einkenna aðdáendur hans vegna þess hve mikið hann kom fram á Írlandi og í Wales. Í eitt af fyrstu skiptunum sem hann kom fram í Írlandi kynntist hann Pat Ingoldsby, þekktum írskum gamanleikritahöfundi. Sjónvarpsþátturinn No Disco, sem spilaði óskalög áhorfenda, tók Gray upp á arma sína og lék tónlist hans. Í einum slíkum þætti sá Ingoldsby David í fyrsta sinn. Lagið var „Coming Down“.

Árið 1992 komst David á samning hjá Hut Records í Stóra-Bretlandi og Caroline Records í Bandaríkjunum. Árið eftir kom fyrsta platan út og hét hún A Century Ends. Platan einkennist af þjóðlagagítar og sorglegum textum Davids.

Næsta plata var Flesh en hún kom út árið 1994. Sú fyrri hafði ekki selst í mörgum eintökum, en það stoppaði ekki lagasmíðar Davids. Eftir útgáfu fyrstu plötunnar fór David á tónleikaferðalag með Shawn Colvin. Flesh vakti mikla athygli en hann missti samt samninginn við Hut Records. Aftur á móti bauðst honum samningur við EMI útgáfufyrirtækið.

Næsta plata í röðinni var Sell Sell Sell, sem kom út í takmörkuðu upplagi. David lagði aftur upp í langferð, en í þetta skipti hitaði hann upp fyrir ekki minni hljómsveitir en Radiohead og Dave Matthews Band. Samt sem áður kviknaði ekki glæðan í hlustendum og plötukaupendum. Eitthvert volæði hefur komið í David því hann sagði upp samningi sínum við EMI.

David safnaði saman vinum sínum Clune og Tim Bradshaw, sem hafa unnið saman síðan, árið 1998 og réðust þeir í upptökur á nýrri plötu. Þeir unnu í svefnherbergi Gray í London og söfnuðu fjármunum til vinnunar. Loks gáfu þeir plötuna, White Ladder, út undir eigin merkjum, sem IHT Records. Þetta var platan sem kom honum á toppinn. En þó ekki strax, því það var ekki fyrr en árið 2000 sem hún fór á topp breska vinsældarlistans. Þar er að finna þekktustu lög hans, lög á borð við „This Years Love“, „Sail Away“ og „Babylon“.

Árið 2001 kom fimmta breiðskífa hans út, A New Day at Midnight. Þessi plata sat efst á vinsældalistum líkt og sú sem á undan kom, en einnig Life in Slow Motion sem kom út í september 2005.

Þróun tónlistarinnar

breyta

Fyrri hluta ferils síns spilaði David mest þjóðlagatónlist og var þá mest með þjóðlagagítar. Á Sell, Sell, Sell er David farinn að reyna við rokktónlist og jafnvel raftónlist. Á White Ladder, er meira leitað út í popp-tónlist og hljóðgervill mikið notaður. Ef vel er hlustað er jafnvel hægt að heyra umferðarnið í bakgrunni nokkurra laga. Við Life in Slow Motion vann Marius De Vries við framleiðslu, en hann hefur meðal annars unnið með Madonna og Björk.

Hljómsveitin

breyta

Þegar David Gray ferðast um og heldur tónleika eru oftast þrír aðrir með honum á sviði. Þetta eru:

  • Craig McClune, sem hefur unnið með David allt frá Sell, sell, sell. Clune, eins og hann er alltaf kallaður, spilar á trommur og er mjög fjörugur á sviði. Hann klæðist gjarnan Hawaii-skyrtum, eða er jafnvel ber að ofan á tónleikum.
  • Rob Malone spilar á bassagítar. Hann er mun hæglátari og það fer ekki mikið fyrir honum á svði.
  • Tim Bradshaw spilar á kassagítar, rafmagnsgítar og hljómborð. Tim hefur spilað með hljómsveitum á borð við Dog Eye View's, Fatima Mansion og Poole. Hann grípur í flest öll hljóðfærin á sviðinu og er dugmikill við hljóðblöndun og önnur verk sem til falla.

Eitt og annað

breyta
  • Eiginkona Davids er Olivia, og eiga þau eina dóttur, Ivy, sem er fædd 2002.
  • Mágar hans, Phil og Paul Hartnett, stofnuðu raftónlistarsveitina Orbital. David hefur sungið inn á eitt lag með þeim bræðrum; „Illuminate“ af plötunni The Altogether.
  • David samdi tónlistina við myndina „This Year's Love“ og lék jafnframt söngvara á bar en Clune lék trommarann.

Útgefin tónlist

breyta

Breiðskífur

breyta

Smáskífur

breyta

Af A Century Ends:

  • „Birds Without Wings“ (1992)
  • „Shine“ (1993)
  • „Wisdom“ (1993)

Af White Ladder:

  • „Please Forgive Me“ (1999) #72 UK
  • „This Year's Love“ (1999)
  • „Babylon“ (1999)
  • „Babylon“ (endurútgáfa) (2000) #5 UK
  • „Please Forgive Me“ (endurútgáfa) (2000) #18 UK
  • „This Year's Love“ (endurútgáfa) (2001) #20 UK
  • „Sail Away“ (2001) #26 UK
  • „Say Hello Wave Goodbye“ (2001) #26 UK

Af A New Day At Midnight:

  • „The Other Side“ (2002) #35 UK
  • „Be Mine“ (2003) #23 UK

Af Life in Slow Motion:

  • „The One I Love“ (2005) #8 UK
  • „Hospital Food“ (2005) #34 UK
  • „Alibi“ (2006) #71 UK
  • „Slow Motion“ (2006)

Af Draw the Line:

  • „Fugitive“ (2009)
  • „Full Steam“ (2009)

Tilvísanir

breyta
  1. Pakinkis, Tom. „David Gray signs new album to Kobalt Label Services“. Musicweek.

Tenglar

breyta