Tölvumús

Tölvumús eða mús er miðunartæki í tölvu sem er hannað til að nema tvívíðar hreyfingar hennar á yfirborðinu fyrir neðan. Músin samanstendur af litlu hulstri, sem er haldið af annarri hendi notandans, og einum eða fleiri tökkum. Stundum hafa þær einnig aðrar viðbætur, svo sem „skrunhjól“, sem gerir notandanum kleift að framkvæma kerfis-tengdar aðgerðir, eða auka tökkum eða öðrum eiginleikum sem gefa notandanum meiri stjórn á aðgerðum. Hreyfing músarinnar útfærist að jafnaði í hreyfingu músarbendils á skjá notandans.

Nútíma tölvumús með algengustu eiginleikunum; tveimur tökkum og skrunhjóli.

NafniðBreyta

Nafnið „mús“, sem var mótað hjá Stanford Research Institute, er leitt af útliti forvera nútímamúsarinnar (þar sem snúran var tengd inn í aftari hluta hulstrins og minnti á skott) og tengingu hennar við útlitsbróður sinn, nagdýrið mús.

UpphafiðBreyta

Fyrsta músin sem fylgdi með tölvu til einkanota var með Xerox Star.