Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta er sjálfseignarstofnun og er nafnið oft stytt í FS. FS var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS veitir stúdentum og háskólasamfélaginu ýmsa þjónustu með sínum rekstri: kaffistofur, Háma sem er mötuneyti á Háskólatorgi, Stúdentakjallarinn, Bóksala stúdenta, leikskólar og stúdentagarðar.
Stjórn FS er skipuð fimm fulltrúum, þremur tilnefndum af stúdentum, einum á vegum HÍ og einum á vegum Menntamálaráðuneytisins.
Framkvæmdastjóri FS er Guðrún Björnsdóttir.