Bergljót Arnalds (fædd 15. október 1968 í Reykjavík) er rithöfundur og leikkona sem er best þekkt fyrir barnabækur sínar, Stafakarlana og Talnapúkann. Bergljót var umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins 2001 nótt sem var barnatími sýndur á Skjá Einum frá 1999 til 2001.

Bergljót hlaut viðurkenningu Menningarsjóðs SPRON (1998) og AUÐAR-verðlaunin (2000) fyrir verk sín.

Bergljót hefur leikið ýmis hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum. Meðal annars lék hún Dolly í Djöflaeyjunni, Lucy í Dracula og Stellu í Sporvagninn Girnd. Bergljót hefur einnig talsett ýmsar teiknimyndir.

Útgefið Efni breyta

Bækur breyta

Margmiðlunardiskar breyta

Tengill breyta

   Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.